Nýir skráningar skilmálar
Stjórn BÍS samþykkti á fundi í gær uppfærslu á skráningarskilmálum í Sportabler kerfinu. Þeir skilmálar hafa nú verið uppfærðir í bakenda allra félaganna. Margrét Unnur lögfræðingur og sjálfboðaliðaforingi í Skjöldungum fær sérstakar þakkir fyrir yfirlestur.
Skráningarskilmálar innan félagasamtaka með eigin lög, reglugerðir og stefnur eru í sjálfu sér bara verkfæri til að upplýsa þau sem skrá sig hjá okkur um innihald þessara plagga og hvernig þau snúa að einstaklingum í nokkrum mikilvægum málaflokkum.
Héðan af þegar fólk skráir sig í gegnum shop síðuna þarf það að haka við að samþykkja þessa skilmála:
Skilmálana má brjóta upp í:
1. Félagsaðild – réttindi og skyldur
2. Viðmið í starfinu (forvarnar-, jafnréttis-, umhverfis-, öryggis-, ofl.)
3. Áskilinn réttur til tímabundinnar eða ótímabundinnar brottvikningar úr starfi eða af viðburðum
4. Almennir endurgreiðsluskilmálar (fyrir félögin að byggja ofan á)
5. Fyrirvari um að einstaklingar eru ekki sérstaklega vátryggðir í starfi
6. Persónuvernd, myndvinnsla, markpóstar og gagnavinnsla