
NSK - Nordisk Speiderkomité
Nordisk speiderkomité eða norræna skátanefndin, skammstafað NSK, er samstarfsvettvangur skátasamtaka á Norðulöndunum. Markmið vettvangsins er að skapa tækifæri til samstarfs, til að miðla reynslu og deila menningu á milli landanna. Einnig að geta átt samræður og samstarf um önnur alþjóðleg málefni s.s. þau sem varða WOSM og WAGGGS heimssamtökin.
Nefndina mynda alþjóðafulltrúar þátttökulanda sem eru auk Íslands; Danmörk, Finnland, Færeyjar, Noregur og Svíþjóð. Hvert land er með jafnt vægi og sama fjölda atkvæða í ráðinu og formennska ráðsins færist á milli landanna á þriggja ára fresti.
Dagskrá NSK er ákveðin til þriggja ára í senn, löndin skipta sín á milli að vera skipuleggjendur og gestgjafar hinna ýmsu viðburða en sem dæmi má taka NSK fundi, Ung i Norden og samnorrænt Gilwell námskeið.
Samstarfið innan NSK er íslensku skátahreyfingunni mjög dýrmætt. Sterkt samstarf og tengslanet milli skátasamtaka með svipuð markmið og líkar áskoranir hefur reynst mjög vel. Þá býður samstarfið ungum íslenskum skátum tækifæri á að spreyta sig á alþjóðagrundvelli félags- menningar- og landfræðilegu nærumhverfi og svo hefur fjöldi viðfangsefna í skátastarfinu borist til lands gegnum samstarfið s.s. byggjum betri heim dagskrárpakkinn sem kom frá Danmörku, félagaþrennan sem kom frá Finnlandi og færnimerkin sem komu frá Svíþjóð.
Heimasíða NSK
Á heimasíðu NSK er að finna upplýsingar og fréttir um starf NSK, helstu verkefni, upplýsingar um alþjóðafulltrúa hvers lands, stjórn og samþykktir samtakanna ásamt áætlun um viðburði framundan.
Norræna skátaráðið
Upplýsingar um hver mynda norræna skátaráðið um hver sitja í norræna skátaráðinu um þessar mundir fyrir hönd þátttökulanda og hver fara með formennsku.
Skátasamtökin í NSK
Upplýsingar um hvaða skátasamtök það eru innan þátttökulanda sem mynda NSK ásamt vísan á heimasíðu þeirra.
Sýn, stefna og samstarfsgrundvöllur
Núgildandi samkomulag innan NSK um sýn, stefnu og samstarfsgrundvöll. Hvernig ráðið starfar og er hvernig skipulagi þess er háttað.