Neisti
Um námskeiðið
Helgarlangt smiðjunámskeið sem miðar að því að efla fjölbreytta færni í skátastarfi. Boðið er upp á fjölbreyttar smiðjur þar sem hver og einn getur valið eftir sínu áhugasviði. Skátaforingjar fá tækifæri til að dýpka þekkingu sína og færni ásamt því að fá nýjar hugmyndir fyrir skátastarfið. Skátarnir fá tækifæri til að upplifa skemmtilegt skátastarf, táknræna umgjörð, starfa í flokk og kynnast öðrum skátum.
ALDUR
Skátar 16 ára og eldri.
MARKMIÐ
Markmið er að kveikja áhuga og auka færni þátttakenda á fjölbreyttum skátaverkefnum og aðferðum.
KENNSLA
Ein helgi í Janúar.
NÁMSMAT
Hafa tekið virkan þátt í námskeiðinu og sýnt fram á skilning á viðfangsefninu.