Komdu með, vekjum athygli saman
Bandalag íslenskra skáta er að fara í framleiðslu á mynd-og auglýsingaefni þar sem áherslan verður lögð á skáta og skátastarf. Nú leitum við að áhugasömum einstaklingum sem vilja taka þátt í þessu stóra spennandi verkefni með okkur.
Við leitum af skátum á öllum aldri og af öllum kynjum sem hafa áhuga á leiklist, tónlist, sminki eða öðru skemmtilegu sem gæti nýst.
Haldin verður kynningafundur fyrir þátttakendur og önnur áhugasöm á næstunni og verður hann auglýstur sérstaklega.
Áhugasöm eru beðin um að fylla út umsókn og senda á Ragnar Þór framkvæmdarstjóra og Halldóru Aðalheiði kynningamálastýru.