Heimaverkefni – Aðstoðarkokkur
Aðstoðarkokkur
Heimaverkefni fyrir fjarskáta
Verkefni vikunnar er áskorun að vinna ykkur inn færnimerkið Aðstoðarkokkur. Markmiðið er að klára verkefnin hérna fyrir neðan og senda á foringjana ykkar. Þegar þið hafið klárað verkefnið hafið þið unnið ykkur inn merkið sjálft.
Aukaverkefni eru verkefni sem þarf ekki að klára til að fá merkið, en getur verið skemmtilegt að gera. Bæði getur það verið góð áskorun, eða skemmtileg viðbót.
Þið hafið þangað til í næstu viku til að klára þetta verkefni
Um merkið
Matur er ekki bara öllum nauðsynlegur, að taka þátt í að búa hann til er líka afar spennandi og skemmtilegt verkefni, sem bíður upp á fullt af möguleikum. Hér færð þú tækifæri til að læra hvernig á að elda einfaldan mat og að geta gert það sjálf/ur.
Verkefnin
- Búa til matseðil
- Fyrsta skrefið í þessu verkefni er að ákveða hvað á að vera í matinn. Ákveðið með foreldrum hvað á að vera í matinn næstu fimm daga og skoðið hvað þarf af hráefni í þær máltíðir. Við mælum með að skoða uppskriftir annaðhvort í bókum eða á netinu, til að finna eitthvað sem er gott, fjölbreytt og næringarríkt.
- Innkaup
- Næsta skref er að aðstoða foreldra við að setja saman innkaupalista og ef tækifæri gefst að hjálpa til við innkaupin sjálf. Ef þið komist ekki með í innkaupin, þá er það allt í lagi. Gott er að skoða hvað er til nú þegar heima, og athuga hvort það sé hægt að nota það.
- Næsta skref er að aðstoða foreldra við að setja saman innkaupalista og ef tækifæri gefst að hjálpa til við innkaupin sjálf. Ef þið komist ekki með í innkaupin, þá er það allt í lagi. Gott er að skoða hvað er til nú þegar heima, og athuga hvort það sé hægt að nota það.
- Eldamennska
- Seinasta skrefið í þessu verkefni er að hjálpa til við að elda að minnsta kosti eina máltíð. Passið að fara vel eftir leiðbeiningum foreldra, bæði til að geta fylgt uppskrift vel, og svo þið slasið ykkur ekki.
- Aukaverkefni
- Eftirréttur
- Eftir góða máltíð getur verið gott að fá sér smá eftirrétt. Sem aukaverkefni getið þið búið til eftirrétt. Það getur verið eitthvað skemmtilegt eins og kókosbollur eða annan gómsætan eftirmat.
- Frágangur
- Aðstoðið við tiltekt eftir mat, að taka af borði, ganga frá matnum, og vaska upp. Ef þið eruð með uppþvottavél getið þið hjálpað við að raða í hana og í leiðinni lært hvað má fara í uppþvottavélina og hvert það fer.
- Eftirréttur