
Heiðdís Snorradóttir hefur verið ráðin í fullt starf sem erindreki landsbyggðarinnar og verkefnastjóri viðburða.
Heiðdís mun vinna að því að efla skátastarf á landsbyggðinni og vinna að því að fjölga skátum í starfi. Að auki mun hún sinna stuðningi við viðburðahald og verður sérstök áhersla lögð á stuðning við Landsmót skáta 2026 sem verður haldið á Hömrum, Akureyri.
Við bjóðum Heiðdísi innilega velkomna til starfa.