Gilwell framhaldsnámskeið
Perlur 3 og 4
Um námskeiðið
Á Gilwell framhaldsnámskeiðum geta þátttakendur unnið að 3. eða 4. perlunni. Umfang verkefna eykst eftir því hvort verið sé að vinna að 3. eða 4. perlunni.
Námskeiðið er kennt á tveimur helgum. Auk þess verður unnið að stóru verkefni sem reynir á leiðtogahæfileikana, ásamt færni í að skipuleggja og framkvæma verkefnið.
Framhaldsnámskeiðin eru frábær leið til að bæta persónulega hæfni og þjálfa sig í að takast á við stærri verkefni, auk þess að fá tækifæri til að upplifa skátaævintýrið á nýjan leik.
Við hvetjum því öll fullorðin í skátastarfi til að dýpka sig í skátastarfinu og auka persónulegan þroska sinn, með því að nýta sér tækifærið og drífa sig aftur á Gilwell og vinna að nýrri perlu í framhaldinu. Þannig geta þau dýpkað skátastarfið og víkkað út sjóndeildarhringinn innan skátastarfsins.
Gilwell leiðtogaþjálfun er æðsta stig foringjaþjálfunar Bandalags íslenskra skáta.
ALDUR
Þau sem hafa lokið Gilwell
MARKMIÐ
Á Gilwell framhaldsnámskeiðum geta þátttakendur unnið að 3. eða 4. perlunni. Umfang verkefna eykst eftir því hvort verið sé að vinna að 3. eða 4. perlunni.
Áhersla verður lögð á flokkastarf, tjaldbúðalíf og samvinnu, ásamt því að unnið verður að því að efla þátttakendur í leiðtogafærni, skipulagningu verkefna, stefnumótun og innleiðingu breytinga.
Framhaldsnámskeiðin eru frábær leið til að bæta persónulega hæfni og þjálfa sig í að takast á við stærri verkefni, auk þess að fá tækifæri til að upplifa skátaævintýrið á nýjan leik.
Þetta er frábært tækfæri fyrir fullorðna í skátastarfi til að dýpka sig í skátastarfinu og auka persónulegan þroska sinn, með því að nýta sér tækifærið og drífa sig aftur á Gilwell og vinna að nýrri perlu í framhaldinu. Þannig geta þau dýpkað skátastarfið og víkkað út sjóndeildarhringinn innan skátastarfsins
KENNSLA
Námskeiðið fer fram á tveimur helgum, t.d. í maí og nóvember. Auk þess verður unnið að stóru verkefni sem reynir á leiðtogahæfileikana, ásamt færni í að skipuleggja og framkvæma stærri verkefni.
NÁMSMAT
Taka þarf virkan þátt í námskeiðinu.