Fundur fólksins – Tölum saman daginn fyrir kosningar!
Lýðræðishátíð unga fólksins fer fram í Hörpunni 29. nóvember sem hluti af Fundi fólksins, ráðstefnu Almannaheilla.
Krökkum í 10. bekk í Reykjavík er boðið á Lýðræðishátíðina og verða þátttakendur um 150. Hátíðin byrjar kl. 10.00 í salnum Kaldalóni þar sem hópurinn fær örfyrirlestur um það að taka afstöðu og láta í sér heyra.
Eftir það verður unga fólkinu skipt í hópa og skiptum þeim niður á fleiri sali þar sem þau setjast á umræðuborð og ræða fjögur málefni. Í lokin munu þau svo kjósa um það hvað skiptir þau mestu máli.
Þau hafa óskað eftir sjálfboðaliðum til að vera umræðustjórar hjá hópunum og hvetjum við skáta, 18 ára og eldri, til að bjóða sig fram!
Þetta á að vera skemmtilegt og áhugavert verkefni fyrir sjálfboðaliða og tækifæri til að leiða hóp í málefnalegu samtali.
Hver sjálfboðaliði/umræðustjóri myndi taka að sér eitt umræðuefni og fara með fjóra hópa í gegnum það efni.
Þú getur skráð þig hér sem sjálfboðaliði. Þú getur sett inn það umræðuefni sem þú hefur mestan áhuga á, en ekki víst að við getum sinnt öllum óskum.
Að neðan eru umræðuefnin sem á að taka fyrir. Hlutverk umræðustjóra er að hvetja nemendur til að taka til máls og segja sína skoðun. Ekki verra ef umræðustjóri þekkir málefnið eða kynnir sér fyrirfram.
Umræðuefnin eru:
-
Símabann í skólum
-
Á að banna síma alfarið í skólum?
-
Ættu að vera reglur um símanotkun í skólunum?
-
Af hverju símabann? Er það raunhæft?
-
Hefur síminn áhrif á þig í skólanum?
-
Er hægt að finna aðrar leiðir svo símar trufli ekki í skólum? Eða hafi áhrif á samskipti nemenda?
-
-
Samræmd próf og inntaka í framhaldsskóla
-
Á að taka upp samræmd próf?
-
Af hverju? Af hverju ekki
-
-
Hvað finnst þér um inngönguskilyrði í framhaldsskóla í dag?
-
Veistu hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að komast inn í framhaldsskóla?
-
-
Á að færa kosningarétt til 16 ára?
-
Myndir þú vilja geta kosið á morgun?
-
Finnst þér að 16 ára ættu að geta kosið?
-
Fylgistu með kosningunum?
-
Veistu hvaða flokk þú myndir kjósa?
-
-
Samgöngumál – strætó, Borgarlína.
-
Tekur þú strætó?
-
Hvernig finnst þér strætó samgöngur?
-
Veistu hvað Borgarlínan er?
-
Myndirðu vilja fá Borgarlínu?
-