FálkaKraftur
Um námskeiðið
Á þessu námskeiði fá fálkaskátar þjálfun í að vinna í flokki, kynnast lýðræði í skátastarfi ásamt því að æfa sig í samvinnu og samhjálp. Unnið er með grunn skátahugsjónarinnar og flokkakerfið ásamt reynslunámi sem felst í því að fást við skemmtileg verkefni og læra af reynslunni. Þátttakendur fá tækifæri til þess að stíga sín fyrstu skref sem leiðtogar á meðal jafningja. Lögð verður áhersla á að kynna aðferðir til að efla lýðræði í skátastarfi, t.d. við val verkefna með lýðræðisleikjum. Allt námskeiðið er byggt upp með reynslunámi (‘Learning by doing’) þar sem þátttakendur fá að taka þátt og prófa og læra af reynslunni.
ALDUR
Fálkaskátar
MARKMIÐ
Efla leiðtogahæfileika skátans og auka sjálfstraust og ábyrgð. Stækka reynsluheim og kynnast lýðræði í skátastarfi
KENNSLA
Námskeiðið er kennt í samstarfi við skátafélög. Miðað er við sex tíma fræðslu á einum degi.
NÁMSMAT
Hafa tekið virkan þátt í námskeiðinu og sýnt fram á skilning á viðfangsefninu.
Námskeiðin eru haldin í samstarfi við skátafélögin en hægt er að óska eftir því að fá Leiðbeinendasveitina til að mæta með viðburðinn til félagsins.