Dróttskátar til dáða
Vetraráskorun Crean hófst um helgina!
Íslenskir og írskir dróttskátar hittust á Úlfljótsvatni á föstudaginn og hófu þetta vetrarævintýri saman. Þau hafa gist síðustu tvær nætur úti í snjónum á Úlfljótsvatni, og á morgun leggja þau af stað í göngu yfir hellisheiðina.
Þessir skátar eru alger hörkutól og munu fara létt með þessa áskorun. Þau hafa undirbúið sig vel fyrir þessa ferð og í vikunni munu þau fá fyrsta flokks reynslu af vetrarskátun og öllu sem því fylgir að stunda útivist í ekta vetrar aðstæðum!