
Andrea hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af skátastarfi og hefur sinnt fjölmörgum verkefnum fyrir hreyfinguna og sitt félag. Hún er starfandi sveitarforingi dróttskátasveitar og hefur reynslu í stjórnarsetu skátafélaga og sem aðstoðarfélagsforingi. Andrea mun taka við starfi erindreka og vinna að stefnu BÍS við að styðja skátafélög landsins og viðburðum.
Við bjóðum Andreu hjartanlega velkomna til starfa.