Alþjóðlegi sjálfboðaliðadagurinn
Í dag er alþjóðlegi sjálfboðaliðadagurinn, dagurinn var fyrst haldinn árið 1985 að frumkvæði félags Sameinuðu þjóðanna. Markmið skátastarfs er að hvetja ungt fólk til að vera virkt í samfélaginu og þegar fjöldinn allur af einstaklingum gefur tíma sinn til þess að svo verði má með sanni segja að þar sé verið að sýna fyrirmynd í verki. Það er einstakt lærdómstækifæri fólgið í því fyrir ungt fólk (á öllum aldri) að gefa tíma sinn og vinnuframlag án þess að fá greitt fyrir það inn á bankabókina, því launin fyrir það að láta gott af sér leiða verða seint metin til fjár.
Það er stöðugt verkefni og áskorun að skapa umhverfi þar sem sjálfboðaliðar fá að njóta sín og vaxa í starfi, það er mjög mikilvægt að veita sjálfboðaliðum skýrar verkefnalýsingar á sama tíma og þeim er veitt frelsi til að ákveða hvað þeir taka sér fyrir hendur.