
Mótssvæðið
Mótið er haldið við sjóinn í norður Póllandi á svæði sem heitir Wyspa Sobieszewska nálægt borginni Gdańsk.
Í um 1.000 ár hefur borgin Gdańsk orðið fyrir mismunandi menningar- og trúarlegum áhrifum ásamt því að fjölmargir sögulegir atburðir hafa átt sér stað í gegnum aldirnar sem hefur sett sitt strik á borgina. Til að mynda á Samstöðuhreyfingin uppruna sinn að rekja til Gdańsk sem friðarverðlaunahafi Nóbels, Lech Walęsa, stofnaði. En hreyfingin átti stóran þátt í að uppræta kommúnisma í bæði Póllandi og austur Evrópu.
Þó svo að Wyspa Sobieszewska sé í einungis 20 mínútna fjarlægð frá sögulegri miðju Gdańsk þá hefur svæðið náð að halda í sitt náttúrulega umhverfi og einkenni. Svæðið er umkringt bæði sjó og ám og var myndað með því að stjórna árósum Vistula árinnar þegar hún rennur út í Eystrasalt og nýtur því stöðu sem vistfræðilegt friðland. Náttúruleg einkenni svæðisins og örloftslag gerir mótssvæðið að útivistarparadís á sumrin með fjölbreyttu landslagi, t.d. með skóglendi við sjóinn, nokkra kílómetra af breiðri strönd, falleg opin tún og ræktarland.
Skátarnir fá tækifæri til að kynnast náttúrutöfrum Wyspa Sobieszewska en mótssvæðið sjálft samanstendur af 300 hektörum af túnum, engjum, skógi og strönd sem gerir svæðið kjörið fyrir tjaldbúðarlíf og fjölbreytta dagskrá.
Veður og lofslagsaðstæður í júlí og ágúst í Póllandi
Í júlí og ágúst er meðalhitinn á mótsvæðinu í kringum 17-21°C með um 55% raka og hefur hlýtt sjáfarloftslag áhrif á að halda hitastiginu þægilegu. Hægt er að búast við rigningu en meðalfjöldi rigningadaga á þessu tímabili eru 7 dagar í mánuði.
Tjaldbúðarlífið
Tjaldbúðinni er skipt í fjögur þorp sem eru flokkuð eftir litum, rauða þorpið, fjólubláa þorpið, gula þorpið og græna þorpið.
Hvert þorp samanstendur af fjórum tjaldsvæðum sem þýðir að þátttakendum er dreyft á 16 mismunandi tjaldsvæði sem heita eftir pólskum plöntum og blómum. Rúmlega 2.250 skátar munu gista á hverju tjaldsvæði sem skiptast í rúmlega 56 sveitir.

Þorpa- og tjaldbúðardagskrá
Tjaldbúðarlífið er risastór partur af skátamóts upplifuninni og er alheimsmótið engin undantekning þar á. Tjaldbúðardagskráin er yfirleitt valkvæð þar sem skátarnir einblína á að kynnast nágrönnum sínum og taka þátt í ýmsum uppákomum í sínu þorpi. Til dæmis verður í boði að:
- Frjáls tími – Vettvangur verður fyrir ýmsar íþróttir, borðspil og félagsleiki hvort sem það verður fyrir einstaklinginn, í flokkum eða fyrir alla sveitina.
- Samstöðumerkið – Hægt er að vinna sér inn sér merki á mótinu með því að taka þátt í ýmsum áskorunum og vinna flokksverkefni sem tengist friðsamlegu samfélagi.
- Opnunarleikar – Á fyrsta degi mótsins verður hægt að taka þátt í opnunarleikum þar sem skátaflokkarnir eru hvattir til að kynnast sínu þorpi og læra hvernig þau geta tekið þátt í að gera mótið að sjálfbæru móti.
- Alþjóðlegi dagurinn – Á þessu móti er alþjóðlegi dagurinn flæðandi og verður einn dagur tileinkaður öllum fjölbreyttu menningunum þar sem hvert land kynnir sínar hefðir, siðir, þjóðsögur, matarvenjur, þjóðbúninga, þjóðardansa eða leiki með mótinu,
Hægt er að senda fyrirspurnir á fararstjórnina á netfangið þeirra: jambo2027@skatarnir.is.