REGLUGERÐ BÍSUM HÆFI LEIÐBEINENDA
Samþykkt á stjórnarfundi BÍS, 08. júní 2010.
1. GREIN - SKIPUN STJÓRNENDA
Fræðsluráð skipar stjórnendur námskeiða með skipunarbréfi. Stjórnendur eru skipaðir til stjórnunar á ákveðnum námskeiðum og er tímalengd samkomulag fræðsluráðs og viðkomandi stjórnanda.
2. GREIN - HÆFNI STJÓRNENDA OG LEIÐBEINENDA
Námskeið á vegum fræðsluráðs BÍS eru í tveimur flokkum. Annars vegaforingjanámskeið og hins vegar námskeið um sértæk efni á vegum fastaráða BÍS.
a) Stjórnandi á foringjanámskeiði skal uppfylla eftirfarandi skilyrði:
-
- Hafa foringjareynslu innan skátahreyfingarinnar.
- Hafa lokið Gilwell þjálfun, leiðbeinendaþjálfun og stjórnendaþjálfun eins og hún er skilgreind af fræðsluráði hverju sinni.
- Hafa fengið jákvæða umsögn á endurmati námskeiða þar sem viðkomandi hefur sinnt leiðbeinendastörfum.
b) Leiðbeinandi á foringjanámskeiði skal uppfylla eftirfarandi skilyrði:
-
- Hafa lokið Gilwell námskeiði eða vera orðinn 23 ára.
- Hafa lokið leiðbeinendaþjálfun eins og hún er skilgreind af fræðsluráði hverju sinni.
c) Stjórnandi og leiðbeinandi á námskeiði um sértæk efni skal uppfylla eftirfarandi skilyrði:
-
- Hafa sértæka þekkingu á efninu.
- Hafa stjórnenda og/eða leiðbeinendareynslu.
Fræðsluráð getur metið formlega menntun og leiðbeinenda- og stjórnendareynslu utan skátahreyfingarinnar til jafns á við þá þjálfun sem skátahreyfingin veitir.
3. GREIN - ÁBYRGÐ STJÓRNENDA
Stjórnendur námskeiða bera ábyrgð á því að námskeið BÍS séu í samræmi við skipunarbréf, námskrár og verklagsreglur fræðsluráðs BÍS eins og þær eru á hverjum tíma.