Tökum þátt í Bláum apríl!
Kæru skátar, við hvetjum ykkur til þess að taka þátt því mikilvæga vitundar- og styktarátaki sem Blár apríl er!
Klæðumst bláu 2. apríl til að vekja athygli á Bláum apríl og merkjum myndir af því með #blarapril
Blár apríl – styktarfélag barna með einhverfu stendur að bláa deginum og markmið átaksins er að vekja athygli á einhverfu og afna fé til styrktar málefnum er varða börn með einhverfu. Öll starfsemi styktarfélagsins er unnin í sjálfboðavinnu og allt styktarfé rennur óskert til söfnunarátaksins.
Allar frekari upplýsingar um Bláan apríl má finna á heimasíðu þeirra, blarapril.is