Loading Events

« All Events

Sjálfboðaliðanámskeið – 3. hluti

04/01/2026 @ 10:00 - 15:00

Sjálfboðaliðanámskeið skátanna er byrjendanámskeið fyrir fullorðna sem vilja ganga til liðs við skátana og láta gott af sér leiða. Námskeiðið er kennt í þremur hlutum. Þar færð þú að upplifa skátastarf á eigin skinni, njóta útiveru í góðum félagsskap og kynnast helstu grunnatriðum skátastarfins með virkri þátttöku og reynslunámi. Þú þarft ekki að hafa neinn grunn í skátastarfi til þess að taka þátt í þessu námskeiði. Á námskeiðinu færð þú upplýsingar um hvernig þú getur tekið þátt í starfinu og lagt þitt af mörkum.

Námskeiðið fer fram á eftirfarandi tímum: 
1. hluti – sunnudaginn 23. nóvember kl. 10:00-14:00 í skátaheimili Mosverja í Mosfellsbæ.
2. hluti – sunnudaginn 7. desember kl. 10:00-14:00 í skátaheimili Mosverja í Mosfellsbæ.
3. hluti – sunnudaginn 4. janúar kl 10:00-15:00 í skátaskálanum Lækjarbotnum.

Verð: 5000 kr.

Innifalið í verðinu:
Hádegisverður á öllum hlutum námskeiðsins, öll dagskrá og þinn eigin skátaklútur.

Skráning er opin hér og stendur hún til miðnættis 16. nóvember.

Um skátastarfið
Skátahreyfingin er alþjóðleg uppeldis- og friðarhreyfing. Í skátastarfi fá börn og ungt fólk fjölbreytt tækifæri til þess að þroskast og dafna. Tilgangur skátastarfs er að valdefla ungt fólk til að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Skátastarf er óformlegt uppeldis- og menntakerfi þar sem þátttakendur fást við hin ýmsu verkefni, taka þátt í leikjum, takast á við áskoranir og eflast félagslega í öruggu umhverfi.

Skátahreyfingin um allan heim er keyrð áfram af sjálfboðaliðum og þetta góða starf væri ekki mögulegt án fullorðinna sjálfboðaliða sem leggja sitt af mörkum til þess að börn og ungmenni geti blómstrað í starfinu. Hlutverk fullorðinna í skátastarfi eru mjög fjölbreytt og aðkoma þeirra getur verið allskonar. Á námskeiðinu munu þátttakendur fá innsýn í hvaða hlutverkum fullorðnir gegna í skátastarfi.

Details

  • Date: 04/01/2026
  • Time:
    10:00 - 15:00

Venue