
Langar þig að taka þátt í að fjölga sjálfboðaliðum í skátahreyfingunni?
Við erum því að leggja af stað í Hringferð um Ísland til að fjölga skátafélögum og starfandi skátum í landinu. Nánari upplýsingar um Hringferðina má finna hér.
Vinnuhópurinn mun skipuleggja og stýra Nýliðaprógrami fyrir nýja fullorðna sjálfboðaliða þar sem þátttakendur fá tækifæri til að upplifa skátastarfið sjálf og læra um hvað starfið snýst.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái grunnþekkingu á skátastarfi, séu valdefld til að taka þátt í starfi og upplifi sig tilbúin til að sinna verkefnum sem falla að þeirra áhuga. Prógrammið samanstendur af 3 hittingum og jafnvel vinnu utan skipulagðra hittinga.
Vinnuhópurinn sér um að skipuleggja dagskrá allra hluta námskeiðsins og stýra námskeiðunum.