Um viðburðinn:
Á Íslandi og í íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins er fjöldi barna og unglinga hinsegin og það er mikilvægt að þau finni fyrir öryggi og vellíðan á sínum vettvangi. Þekking og fræðsla í hinsegin málum er grundvöllur fyrir því að draga úr fordómum og mismunun. Það skiptir máli fyrir þennan hóp að efla þekkingu, auka skilning á stöðu hinsegin fólks og að fagna fjölbreytileikanum.
Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir:
• Um hinseginleikann
• Kynhneigð og kynvitund
• Kyneinkenni og kyntjáning
• Helstu hugtök
• Orðanotkun
• Dæmi og dæmisögur
• Umræður
• Hlutverk Samtakanna ’78
Kennari námskeiðsins er Kristmundur Pétursson (hann), fræðari á vegum Samtakanna ’78.
Námskeiðið verður í sal Skátanna í Hraunbæ 123, 110 Reykjavík. Námskeiðið er opið öllum og aðgangur er frír.