fjölskylduskátar
ævintýri - náttúra - saman
Aldursbil: frá 3 ára
Starf: fjölskylduskátasveit.
Lýsing á starfi: mánaðarlega eða oftar.
Viðfangsefni: Leysa verkefni og njóta útivistar með fjölskyldunni. Kynnast útieldun, læra leiki og söngva. Reyna á skynfærin á öruggan hátt.
Vöxtur: Fá hvatningu foreldra til að taka frumvkæði í lausnarleit og náttúruupplifun.
Ferðir og viðburðir:
* Hátíð fjölskylduskáta
* Fjölskyldubúðir á Landsmóti
* Fjölskylduskátahelgar
- Helsta markmið fjölskylduskátastarfs er að bjóða börnum upp á spennandi og þroskandi upplifun af skátastarfi, þar sem fjölskyldan er virk saman í náttúrunni.
- Með því að stuðla að samverustundum í skipulögðu starfi fyrir börn ásamt ábyrgðaraðila, er unnið að því að styrkja sambandið milli barnsins og þess fullorðna sem stundar skátastarfið og þannig auka sjálfstæði barnanna í umhverfi þar sem þau upplifa sig örugg.