Mótssöngurinn er kominn á netið!
Mótssöngur Landsmótsskáta er nú kominn á netið, og er á leiðinni inn á YouTube, Gítargrip og fleiri vettvanga. Mótssöngurinn er saminn af þeim Degi Sverrissyni og Högna Gylfasyni og textann sömdu Inga Auðbjörg K. Straumland og Jökull Jónsson. Jökull gerði svo undirspilið og fékk Ragnheiði Silju Kristjánsdóttur til að syngja lagið inn. Lagið fjallar um það hvernig við getum tekið höndum saman til að sigrast á erfiðleikum okkar og sundrung.
Mótssöngur Landsmóts skáta 2024
Hlaða niður MP3 // Gítargrip.is
Hlaða niður MP3 // Gítargrip.is
Úr alls konar áttum
Lag: Dagur Sverrisson og Högni Gylfason
Texti: Inga Auðbjörg K. Straumland og Jökull Jónsson
Einn daginn opnuðust öll hlið
Hittumst við
Vináttan var velkomin
Í fjölbreytni okkar fundum við
Loksins frið
Sambúðin var fullkomin
Úr alls konar áttum,
Og misjöfn í háttum
Svo ólík að utan,
Að innan við við erum eins
Ég finn hvernig kallað er á mig
Hvað með þig?
Togar í mig innan frá
Vegferðin okkar hún hefst hér
Hér hjá mér
Hugrökk munum markinu ná
Úr alls konar áttum,
Og misjöfn í háttum
Svo ólík að utan,
Að innan við erum eins
Bergheimur: Við bjóðum allan okkar mátt!
Loftheimur: Við fljúgum frjáls um loftið blátt!
Eldheimur: Í okkur bálið brennur dátt!
Vatnaheimur: Vatnsflauminn fangað fær svo fátt!
Jurtaheimur: Við græðum sárin ósjálfrátt!
Syngjum hátt!
Svo ólík, samt í fullri sátt!
Upp á gátt!
Fjölbreytileikinn færir fjöll
Hlustið öll,
Komið saman, allt um kring!
Saman við sigrum þessa vá,
Innan frá
Svarið það er sameining
Úr alls konar áttum,
Og misjöfn í háttum
Svo ólík að utan,
Að innan við erum eins
Alveg eins!
Úr alls konar áttum,
Og misjöfn í háttum
Svo ólík að utan,
Að innan erum eins
Alveg eins
We’re the same
Melody: Dagur Sverrisson and Högni Gylfason
Lyrics: Inga Auðbjörg K. Straumland and Jökull Jónsson
Way back, when our discovery
Set us free
Leading us to live this way,
For ages, we lived in harmony,
happily,
Side by side, day by day
Progress, and portals
On parallel planets
Our worlds might be different
But inside, we’re the same
You hear how it’s calling you and me,
Quietly,
Urging us to find the cause
Equipped by our hope and bravery,
You and me,
Greatest force that ever was!
Progress, and portals
On parallel planets
Our worlds might be different
But inside, we’re the same
Lava World: Our strength is our strategy!
Air World: We won’t be tamed by gravity!
Fire World: Our flames are forged from energy!
Water World: And underwater we are free!
Plant World: Bring evil down with botany!
One two three!
Our gift is our diversity!
Jamboree
Only in solidarity
We’ll be free
Take my hand and join the fight
Our triumph is our destiny,
Dream with me,
Together our future is bright
Progress, and portals
On parallel planets
Our worlds might be different
But inside, we’re the same
We’re the same!
Progress, and portals
On parallel planets
Our worlds might be different
But inside, we’re the same
We’re the same