Landsmót er formlega sett!
Landsmót skáta var formlega sett í gærkvöld en skátafélögin og flokkarnir gengu í fylkingum að sviðinu þar sem setningarathöfn fór fram.
Setningarathöfnin var skemmtileg og lífleg þrátt fyrir mikla rigningu, sungnir voru hreyfisöngvar, mótsstýra, Kolbrún Ósk Pétursdóttir, ávarpaði þátttakendur og að lokum var mótslagið „Úr alls konar áttum“ sungið.