- Þessi event er liðinn
KVEIKJA 2024 – STJÓRNARMEÐLIMIR
Um viðburðinn:
Kveikja verður haldin dagana 20. og 21. ágúst n.k. í Skátaheimili Garðbúa, Hólmgarði 34, klukkan 18-21
Með því að mæta á Kveikju gerum við skátastarfið í vetur enn betra og styðjum betur við okkar frábæra fólk í skátafélögunum sem gerir ævintýrið að veruleika.
Viðburðurinn á að kveikja neista hjá okkur fyrir komandi starfsár, skapa rými fyrir umræður um hlutverk okkar og annað sem að gagni kemur í vetur. Fræðsla verður um stuðning sem BÍS veitir, námskeið, stuðningsefni og viðburði sem standa skátafélögum til boða.
- Þriðjudaginn 20. ágúst fá stjórnir skátafélaganna frábært veganesti og stemningu fyrir veturinn. Markmið þess kvölds er að hjálpa stjórnarmeðlimum að undirbúa sig fyrir komandi starfsár og veita þeim gagnleg tól til að stilla saman strengi í starfi skátafélagsins þeirra.
- Miðvikudaginn 21. ágúst bjóðum við skátaforingjum að kveikja neistan fyrir veturinn og tengjast öðrum foringjum. Markmið seinna kvöldsins er að foringjar verði meðvituð um hvaða stuðningsefni er í boði, viti hvert þau eigi að leita fyrir ólík viðfangsefni ásamt því að veita þeim hvatningu fyrir komandi starfsári. Að auki verður reynt að veita þeim gagnleg tól við skipulagningu og utanumhald skátasveitar og búa til tengslanet við starfandi foringja í öðrum félögum.
Það er að sjálfsögðu í lagi að skrá sig bæði kvöldin en athygli er vakin á því að sumir dagskrárliðir eru þeir sömu.
SKRÁNING
Viðburðurinn kostar 4.500 krónur og er skráning opin inn á Sportabler. Skráning er eftir félögum og er stillt á 0 krónur þar sem reikningur verður sendur á félögin. Þau sem ætla að borga fyrir eigin þátttöku á viðburðinum haka við valmöguleikan „Borga sjálf“
Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundabúnað og er verðið þá 3.000 krónur. Þau sem ætla að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað eru beðin um að taka það fram í athugasemd við skráningu.
SKILMÁLAR
Með því að skrá skáta á Kveikju samþykkir þú eftirfarandi skilmála:
- Þátttakendur sem skrá sig á 0 krónur skuldbinda sig til að greiða fullt gjald ef í ljós kemur að félag hyggst ekki greiða fyrir þau.
- Staðfestingargjaldið, 10% af námskeiðsgjaldi, og er það óafturkræft.
- Þátttakendur eru ekki sérstaklega slysatryggðir, ábyrgðartryggðir eða vátryggðir að öðru leyti af Bandalag íslenskra skáta (BÍS) í skátastarfi, bent er á að þessar tryggingar eru oft hluti af heimilis- og fjölskyldutryggingum og öðrum almannatryggingum forráðafólks.
- Meðferð persónugreinanlegra upplýsinga sem skráðar eru vegna þátttöku er í samræmi við samþykkta persónuverndarstefnu BÍS sem finna má hér (https://skatarnir.is/personuverndarstefna/).
- BÍS eða umsjónaraðili á þess vegum getur þurft að aflýsa viðburðum og mótum vegna gildra og óviðráðanlegra aðstæðna s.s. vegna náttúruhamfara, hryðjuverka, stríðs, heimsfaraldra o.fl. Við þessar aðstæður áskilur BÍS sér rétt til þess að endurgreiða ekki mótsgjaldið, þótt ávallt sé leitast eftir að hámarka endurgreiðslu til þátttakenda.
- Bandalag íslenskra skáta áskilur sér rétt til að halda eftir hluta af gjaldi þátttakandi greiðir sem hér segir:
Ef hætt er við þátttöku 1 mánuði fyrir viðburð er staðfestingargjaldi haldið eftir.
Ef skátinn hættir við þátttöku 3 vikum fyrir viðburð, er 50% af gjaldi haldið eftir.
Ef skátinn hættir við þátttöku 14 dögum fyrir viðburð, er 75% af gjaldi haldið eftir.
Ef skátinn hættir við þátttöku þegar skemmra er til viðburðar en sem nemur 14 dögum verður endurgreiðsla engin.
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 20. ágúst
- Tími
-
18:00 - 21:00
- Kostnaður:
- 4500kr
- Aldurshópar:
- Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar
Skipuleggjandi
- Bandalag íslenskra skáta
- Sími:
- 550-9800
- Netfang:
- skatarnir@skatarnir.is
- Vefsíða:
- View Skipuleggjandi Website
Staðsetning
- Skátaheimili Garðbúa
-
Hólmgarður 34
Reykjavík, 108 + Google Map