DróttKraftur


Um námskeiðið

Á þessu námskeiði fá dróttskátar þjálfun í að efla leiðtogafærni og samskiptahæfni sína. Þau fræðast um starf skátasveitar og kynnast hugtökunum PGM (Plana gera meta) og ÆSKA (Ævintýri, Skemmtilegt, Krefjandi, Aðgengilegt) ásamt því að vinna með sjálfbærni og umhverfisvernd. Dagskrá Dróttkrafts byggist á leikjum, reynslunámi og samvinnu skátanna í flokkum. Þannig fá skátarnir tækifæri á því að kynnast öðrum dróttskátum á landinu, æfa sig í því að vera leiðtogar á meðal jafningja og taka þátt í lýðræðislegu starfi. Allt námskeiðið er byggt upp með reynslunámi (‘Learning by doing’) þar sem þátttakendur fá að taka þátt og prófa og læra af reynslunni.


ALDUR

Dróttskátar


MARKMIÐ

Efla leiðtogahæfileika skátans og auka sjálfstraust og ábyrgð. Stækka reynsluheim og kynnast lýðræði í skátastarfi.


KENNSLA

Ein helgi í skála eða tjaldi.


NÁMSMAT

Hafa tekið virkan þátt í námskeiðinu og sýnt fram á skilning á viðfangsefninu.