Grænir skátar leita að framkvæmdastjóra

 

Grænir skátar leita að framkvæmdastjóra í fullt starf. Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst bæði forystuhæfileika en auk þess vilja og hæfni til að sinna ýmsum verkefnum í daglegum rekstri. Fyrirtækið leggur áherslu á arðsaman rekstur og samfélagslega ábyrgð. Fyrirtækið stuðlar að sjálfbærni og náttúruvernd með starfsemi sinni og veitir einstaklingum með skerta starfsgetu atvinnutækifæri.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Stýra daglegum rekstri fyrirtækisins og gæta jafnvægis milli fjárhagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta starfseminnar
  • Forysta og framkvæmd á nýlegri stefnumótun félagsins
  • Umsjón og ábyrgð með fjármálastjórn, þ.m.t. áætlanagerð, mælingum og eftirfylgni
  • Ábyrgð á að byggja upp og leiða fjölbreyttan hóp starfsmanna til árangurs
  • Innkaup á stærri rekstrarvörum
  • Ábyrgð á samskiptum við helstu samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila
  • Markaðs- og sölumál

Menntun og hæfnikröfur:

  • Farsæl reynsla af rekstri
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar til að leiða einstakt fyrirtæki til árangurs
  • Hæfni til að styðja öflugan hóp starfsmanna til ábyrgðar og nýta mismunandi hæfileika allra starfsmanna óháð starfsgetu
  • Viðleitni til að sinna ýmsum úrlausnarefnum í daglegum rekstri
  • Háskólamenntun eða önnur menntun sem að nýtist í starfi

Um Græna skáta:
Grænir skátar er endurvinnslufyrirtæki í eigu Skátahreyfingarinnar á Íslandi. Helstu verkefni þess er söfnun skilagjaldsskyldra umbúða frá fólki og fyrirtækjum. Fyrirtækið rekur 150 söfnunargáma á stór-höfuðborgarsvæðinu, móttökustöð fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir auk söfnunar- og flokkunarstöðvar. Hjá fyrirtækinu starfa 40 starfsmenn í 20 stöðugildum. Fyrirtækið hefur langa sögu af því að bjóða fólki með skerta starfsgetu atvinnu. Allur ágóði af starfsemi félagsins fer til uppbyggingar skátastarfs á Íslandi.

Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2024.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sævar Skaptason, stjórnarformaður Grænna skáta, saevar@heyiceland.is.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfinu og rökstuðningur um hæfni til að geta sinnt starfinu með farsælum hætti.

Sæktu um hér