Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Hringborð rekkaskátaforingja – Haust 2023

Um viðburðinn:

Hringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum.

Fyrir hver er hringborðið:

Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum sem halda utan um rekkaskátastarf. Við viljum bjóða upp á vettvang þar sem skátaforingjarnir geta speglað sig við aðra skátaforingja og aðstoðað hvert annað við að móta rekkaskátastarf á Íslandi.

Hvar verður hringborðið:

Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 en þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund geta fylgt hlekk á fundinn með að smella hér.

Skráning á hringborðið:

Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is en það er ekki nauðsynlegt að skrá sig til að mæta.

Hvað verður á dagskrá við hringborðið:

Við hringborðið verður rætt um málefni líðandi stundar innan rekkaskátastarfsins. Forsetamerkið mun að sjálfsögðu fá sinn stað en Védís Helgadóttir frá starfsráði undir þeim lið gefa góð ráð um hvernig sé gott að reyna að koma nýjum rekkaskátum af stað á þeirri vegferð og hvernig megi nota vegabréfið til að búa til góða starfsáætlun fyrir rekkaskátasveitir. Þá mun rekkaskátaforingi úr grasrótinni deila góðum starfsháttum frá sínu starfi.

 

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
30/10/2023
Tími
20:00 - 22:00
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Skipuleggjandi

Starfsráð BÍS
Sími:
5509800
Netfang:
starfsrad@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website