Kröftugar konur Íslandssögunnar þema Fálkaskátadagasinns í ár
Sunnudaginn 6.nóvember tóku um 80 vaskir 10-12 ára skátar þátt í fálkaskátadeginum sem að þessu sinni var tileinkaður 100 ára afmæli kvennskátastarfs. Skátafélagið Mosverjar í Mosfellsbæ voru umsjónarfélag dagsins og settu upp 12 spennandi verkefnapósta þar sem varpað var ljósi á konur sem hafa skarað fram úr á sínu sviði á Íslandi allt frá Hallgerði Langbrók til Vigdísar Finnbogadóttur og Annie Mist.
Dagskráin hófst á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar þar sem skátafélög mættu með vel búna skáta enda veðrið nokkuð kalt. Hópurinn fékk kynningu á lífi og störfum Lady Olive Baden-Powell og upphafi skátahreyfingarinnar.
Dagskrárpóstum hafði verið dreift um bæinn og þurfti hver flokkur að velja sér sína leið. Ratleikurinn gekk út á að stofnandi kvennskátastarfs í heiminum Lady Baden-Powell væri að safna saman kröftugum íslensku konunum í skátaflokkinn sinn og þurftu flokkarnir að takast á við áskoranir í nafni þekkra kvenna. Til dæmis þurftu þau að draga einn stærsta björgunarsveitarbíl landsins í nafni Annie Mist og búa til grímu úr náttúrulegum efnum í anda Bjarkar Guðmundsdóttur. Auk þess voru verkefni í ætt við kassaklifur, baka pönnukökur á kókdós og semja skátalag.
Í lok dags hópuðust flokkarnir aftur saman á miðbæjartorginu þar sem heitt kakó beið þeirra og farið varið í nokkra leiki áður en farið var heimleiðis.