Aðalfundur skátafélags Borgarness
Fundarboð
Í 11. grein laga BÍS segir að stjórn BÍS geti boðað til aðalfundar skátafélags samkvæmt lögum þess hafi slíkur ekki verið haldinn í 18 mánuði. Er það gert hér með:
Aðalfundarboð Skátafélags Borgarness
Boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 28.september kl.20:00 í skátaheimilinu Skallagrímsgötu 8a.
Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins. Framboð til stjórnar og erindi fyrir aðalfundinn skulu berast á harpa@skatarnir.is.
Skátar, foreldrar og aðrir velunnarar skátastarfs í Borgarnesi eru boðin hjartanlega velkomin.
Stjórn Bandalags íslenskra skáta
Dagskrá fundarins
Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins sem má sækja með að smella hér.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Fundarboð lagt fram til samþykktar
- Skýrsla stjórnar, umræður
- Endur skoðaðir reikningar félagsins, umræður
- Lagabreytingar
- Kosningar
- Önnur mál
Stjórn BÍS mun leggja það til við fundinn að Sigurgeir B. Þórisson, erindreki BÍS, verði fundarstjóri. Framboð til stjórnar og önnur málefni fyrir fundinn skal senda á harpa@skatarnir.is.
Kjör í stjórn
Samkvæmt lögum félagsins skal stjórn skipuð fimm skátum; félagsforingja, aðstoðarfélagsforingja, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Allir stjórnarmenn skulu vera 18 ára eða eldri og félagsforingi skal hafa náð 25 ára aldri. Skipun stjórnarmanna er til tveggja ára í senn en kjörið skal um hluta stjórnar á sléttu ári og hinn hluta stjórnar á oddatöluári. Skipun félagsforingja og meðstjórnanda er því til 2024 en skipun aðstoðarfélagsforingja, ritara og gjaldkera er til 2023.
Framboð til stjórnar
Eftirfarandi framboð hafa borist fundinum:
Félagsforingi
Ólöf Kristín Jónsdóttir
Ritari
Margrét Hildur Pétursdóttir
Dagskrár- og sjálfboðaliðaforingi
Árni Gunnarsson
Ragnar Ingimar Andrésson
Varamenn
Jóhanna M. Þorvaldsdóttir
Jökull Fannar Björnsson