Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Verndum þau

Um viðburðinn:

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum.

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og ungmennum og öðrum áhugasömum.

Höfundar bókarinnar eru þær Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis, afbrota og fjölskyldufræðingur, og Þorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur, en Þorbjörg sér um kennslu á námskeiðinu.

  • Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum.
  • Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar.
  • Hvernig taka skuli á móti ofbeldisfrásögn.
  • Reglur í samskiptum við börn og ungmenni.
  • Ýmis atriði sem gott er fyrir vinnuveitendur að hafa í huga.
  • Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.

Æskulýðsvettvangurinn gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan aðildarfélaga Æskulýðsvettvangsins sæki námskeiðið.

Við minnum á að mælst er til þess að sjálfboðaliðar skátanna sæki námskeiðið á fjögurra ára fresti

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
14/09/2022
Tími
17:30 - 20:30
Aldurshópar:
Eldri skátar, Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar

Skipuleggjandi

Æskulýðsvettvangurinn
Sími:
5682929
Netfang:
aev@aev.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website