Draumsýn skáta á Úlfljótsvatni

Stjórn BÍS kallar eftir draumsýn skáta um Úlfljótsvatn og hugmyndum um það hvernig við getum haldið áfram að þróa staðinn okkar í sameiningu með það að markmiði að öll geti notið góðs af. Við viljum því leita til allra skáta um þeirra draumsýn á Úlfljótsvatni og koma sínum hugsunum og sýn á framfæri.

Hér að neðan er hlekkur til þess að senda inn hugmyndir. Ef hugmyndin er stór og inniheldur myndir má senda tölvupóst á Skátamiðstöðina.

Okkur hlakkar til að heyra frá ykkur öllum!

 


Uppgötvun á foringjanámskeiði

Foringjanámskeið var haldið helgina 6.-8. september í Lækjarbotnum.

Þangað voru mættir foringjar sem eru að hefja starfsárið í sínum skátafélögum en það var sérstaklega gaman að þátttakendahópurinn var mjög fjölbreyttur; bæði foringjar sem eru að taka sín fyrstu skref í foringjastörfum en líka reynslumeiri foringjar, og hópurinn samanstóð af foringjum frá mörgum aldursbilum.

Þema helgarinnar var “Uppgötvum!”, þar sem markmiðið var að uppgötva töfra foringjahlutverksins, og skátastarfs í heild. Þátttakendur störfuðu í þremur flokkum sem báru nöfnin Nóbel, Tinnarnir og Einstein. Á námskeiðinu lærðu þátttakendur meðal annars um hlutverk skátaforingja, markmiðaflokkana og hvernig þeir geta stutt við dagskrárval, PGM og ÆSKA, færnimerkin, stikumerkin og könnuðamerkin.

Þá lærðu þátttakendurnir að gera starfsáætlun fyrir veturinn og fengu að heyra innlegg um frávik í hegðun og öryggi í skátastarfi.

Á laugardagskvöldinu var haldin kvöldvaka undir stjörnubjörtum himni þar sem flokkarnir sýndu skemmtiatriði og bæði klassísk og minna þekkt skátalög voru sungin.

Foringjanámskeið er ekki síst kjörinn vettvangur til að spjalla við aðra foringja, deila ráðum, hugmyndum og mismunandi sjónarhornum og nú halda þátttakendurnir út í starfsárið með gott veganesti.

Leiðbeinendasveitin óskar öllum sveitar- og aðstoðarsveitarforingjum góðs gengis og góðrar skemmtunar á starfsárinu sem er framundan!


Erindreki óskast!

Hefur þú mikla reynslu af skátastarfi og vilt styðja skátafélögin í landinu ásamt því að sinna mikilvægum verkefnum á skrifstofu bandalagsins?

Þá ættir þú að kíkja á starf Erindreka sem er laust til umsóknar.

Á skrifstofunni vinnur hress, samheldinn og skemmtilegur hópur fólks sem sameinast í þeirri vegferð að styrkja skátastarf á Íslandi.

Vilt þú taka þátt í því?

Sæktu um hér!

Hlökkum til að heyra frá þér!


Skráning á MOOT 2025 er hafin!

The World Scout Moot er alþjóðlegt skátamót á vegum WOSM fyrir róverskáta á aldrinum 18-25 ára, sem einblínir á alþjóðlega menningu, skilning og vináttu. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti í mismunandi löndum og verður haldið árið 2025 í Portúgal.

The Moot er sett upp þannig að skátunum er blandað í mismunandi flokka þvert á lönd sem saman skipa eina sveit. Sveitunum er dreift um landið og taka þær þátt í mismunandi dagskrá út frá því umhverfi sem þær eru staðsettar í.

Sjáðu nánari upplýsingar hér og skráðu þig í þátttökuhópinn!


Privacy Preference Center