Landsmót er formlega sett!
Landsmót skáta var formlega sett í gærkvöld en skátafélögin og flokkarnir gengu í fylkingum að sviðinu þar sem setningarathöfn fór fram.
Setningarathöfnin var skemmtileg og lífleg þrátt fyrir mikla rigningu, sungnir voru hreyfisöngvar, mótsstýra, Kolbrún Ósk Pétursdóttir, ávarpaði þátttakendur og að lokum var mótslagið "Úr alls konar áttum" sungið.


Hlustaðu á Fm Landsmót skáta

Á Landsmóti skáta verður starfrækt útvarp. Hægt er að hlusta á útvarpið hér eða stilla á 106.1
Dagskráin verður fjölbreytt en sem dæmi verða viðtöl við allskonar skáta, tónlist, viðtöl við skáta í dagskrá og svo er ungum skátum boðið að stjórna sínum eigin útvarpsþætti.
Útvarpsstjórar eru Helena Sif Gunnarsdóttir, Ísak Árni Eiríksson Hjartar og Óli Björn Sigurðsson.
Það er því tilvalið fyrir öll að hlusta, hvort sem þau eru á Landsmóti eða ekki.
Skátablaðið Pappírsheimur - 1. tölublað

Yfir Landsmót kemur út mótsblað og ber það heitið Pappírsheimur og eru ritstjórar þess Unnur Líf Kvaran og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir. Hér má lesa 1. tölublað.


