Drekar fóru í sirkus

Helgina 31. maí - 2. júní var Drekaskátamót haldið á Úlfljótsvatni og var þemað í ár Sirkus. Skátarnir reistu tjaldbúð við Strýtuna sem að var nú orðin að sirkustjaldi og fengu að kynnast trúðunum á svæðinu og hjálpuðu þeim að læra nýjar sirkúskúnstir.
Dagskráin var svipuð og síðustu ár en meðal annars var boðið upp á klifur, bogfimi, báta, hoppukastala og samfélagsverkefni. Þetta árið stóðu samfélagsverkefnin upp úr þar sem drekaskátarnir hjálpuðu til við að snyrta skóginn fyrir aftan KSÚ og máluðu regnboga með höndunum á vegginn á Norðursal.
Á laugardeginum var Karnival þar sem að skátarnir gátu unnið sér inn miða með því að leysa allskonar skemmtilegar þrautir og gátu svo keypt sér kandífloss, popp og ferð í hoppukastalana með miðunum.
Veðrið stríddi okkur en við létum það þó ekki stoppa okkur og nutum okkar út í smá regni og roki. Sólin kom þó og kvaddi okkur með geislunum á sunnudeginum.

Sumaropnun og skátabúðin flytur tímabundið

Afgreiðslutímar skrifstofu Skátamiðstöðvarinnar munu taka breytingum frá 14. júní og verða eftirfarandi:
| Mánudag - Fimmtudag | Föstudag | |
|---|---|---|
| 14. - 28. júní | 09:00 - 16:00 | 09:00 - 13:00 |
| 1. júlí - 19. júlí | Skert þjónusta | Skert þjónusta |
| 19. júlí - 26. júlí | Lokað | Lokað |
| 29. júlí - 12. ágúst | Skert þjónusta | Skert þjónusta |
Frá og með 1. júlí mun hluti af starfsfólki færa starfstöð sína á Úlfljótsvatn vegna Landsmóts og verður því þjónusta Skátamiðstöðvarinnar skert. Hægt verður að hafa samband í tölvupósti eða hringja í 550-9800.
Eftir landsmót taka við sumarleyfi starfsfólks og verður því þjónusta áfram skert fram í miðjan ágúst.
Skátabúðin flytur tímabundið á Úlfljótsvatn vegna Landsmóts skáta. Skátabúðin verður lokuð 1. júlí vegna flutninga. Að öðru leiti verða opnunartímar hennar eftirfarandi:
| Skátabúðin | |
|---|---|
| 1.júlí | Lokað |
| 2. -11. júlí | Opið á Úlfljótsvatni |
| 12. - 19. júlí | Opið fyrir landsmótsgesti |
| 20. júlí - 16. ágúst | Lokað en hægt að senda póst |
Á lokunartíma er hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti.
