160 drekaskátar dönsuðu diskó á Úlfljótsvatni

Diskódrekar fylktu liði á Úlfljótsvatn um helgina þegar 160 drekaskátar á aldrinum 8-10 ára reistu tjaldbúð, dönsuðu diskó og skemmtu sér að skáta sið.
Ný mótsstjórn lék listir sínar í fyrsta sinn, með stuðningi 25 starfsmanna mótsins á aldrinum 16-28 ára.

Veðrið lék við hópinn á föstudaginn og var því auðvelt að tjalda og koma sér fyrir. Um 260 skátar tóku þátt í mótinu í heild sinni auk þess voru fjölskyldur drekanna sjáanlegar á tjaldsvæðinu.  Laugardagurinn gekk vel, dagskrá fór fram víðsvegar um Úlfljótsvatn, á vatnasvæðinu við KSÚ, í klifurturni og bogfimi auk þess sem mótið gróðursetti skjólbelti við stallaflatirnar undir handleiðslu Skógræktarfélags Íslands. Drekagleðin skein úr andlitum skátanna við heimför á sunnudag og voru öll sammála um að mótið hefði verið afskaplega vel heppnað og hlakka til að koma aftur að ári.


Nýja útgáfan af Forsetamerkisbókinni er loksins komin!

Ný uppfærð útgáfa af Vegabréfi rekkaskáta á leið að Forsetamerkinu er nú loksins komin úr prentun!
Bókin hefur verið uppfærð í samræmi við starfsgrunninn og fengið yfirhalningu til að endast betur.
Nú geta allir rekkaskátar haldið glaðir inn í sumarið og byrjað að skipleggja næstu ævintýri í Vegabréfinu.
Bókin er fáanleg í Skátabúðinni og í vefverslun.


Privacy Preference Center