Ungmennaþing 2019

Ungmennaþing fór fram í Borgarnesi um helgina. Mætingin í ár sló öll met og voru hvorki meira né minna en 50 þátttakendur!

Þátttakendur voru ánægðir með dagskrá helgarinnar og andinn í hópnum var frábær! Ýmis mikilvæg málefni voru rædd á þinginu, meðal annars aðgengi ungs fólk að ákvarðanatökum innan BÍS, kosningaaldur, foringjaþjálfun og umhverfismál hjá skátahreyfingunni á Íslandi. Kosið var um þau mál sem Ungmennaþing myndi leggja fram á Skátaþingi og það verður spennandi að sjá hvað þau ná langt!

Ungmennaþing sannaði sig enn og aftur sem frábær vetvangur fyrir ungt fólk í hreyfingunni til þess að hafa áhrif og ræða sín málefni og þeirra starf.

Ungmennaþing var í annað skipti heil helgi þar sem dagskráin var blanda af almennum þingstörfum, hópefli og eflingu rekka- og róverskátastarfs. Settur var saman hópur af rekka- og róverskátum sem ætla að hrinda í framkvæmd nokkrum dagskrárhugmyndum fyrir rekka- og róverskáta.

Rekka- og róverskátar skemmtu sér konunglega í hinum ýmsu leikjum og verkefnum um helgina, og ekki má gleyma að nefna árshátíðina sem fór fram á laugardagskvöldinu! Nú hefur skapast hefð fyrir því að halda árshátíð rekka- og róverskáta samhliða Ungmennaþingi, og hún hefur slegið rækilega í gegn.


Dróttskátar til dáða

Vetraráskorun Crean hófst um helgina!

Íslenskir og írskir dróttskátar hittust á Úlfljótsvatni á föstudaginn og hófu þetta vetrarævintýri saman. Þau hafa gist síðustu tvær nætur úti í snjónum á Úlfljótsvatni, og á morgun leggja þau af stað í göngu yfir hellisheiðina.

Þessir skátar eru alger hörkutól og munu fara létt með þessa áskorun. Þau hafa undirbúið sig vel fyrir þessa ferð og í vikunni munu þau fá fyrsta flokks reynslu af vetrarskátun og öllu sem því fylgir að stunda útivist í ekta vetrar aðstæðum!

Áfram dróttskátar!


Privacy Preference Center