Jólakveðja frá Skátamiðstöðinni

Starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Salan á Sígræna jólatrénu verður opin fram að jólum, 9 - 18 á virkum dögum og 12 - 18 um helgina.

Lokað verður í Skátamiðstöðinni milli jóla og nýárs, en við mætum öll hress til vinnu 2. janúar 2019 og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári!

Neðri röð frá vinstri: Páll Árnason, Margrethe Grønvold Friis og Sigríður Ágústsdóttir.
Efri röð frá vinstri: Sigurgeir B. Þórisson, Hilda Ösp Stefánsdóttir, Unnur Líf Kvaran, Rakel Ýr Sigurðardóttir og Kristinn Ólafsson.

Hilda hefur störf sem bókari BÍS í janúar 2019.
Við bjóðum hana hjartanelga velkomna til starfa.


Allt að gerast - 2 útköll í vinnuhópa!

Einföldum báknið

Í dag starfa hátt í 40 skátar í fastaráðum og stjórn BÍS (7 ráð með 4 kjörnum fulltrúum ásamt formanni sem einnig situr í stjórn BÍS). Margir telja að kerfið okkar gæti verið skilvirkara. Markmiðið er að finnaleiðir til að einfalda stjórnskipulagið og „minnka báknið”. Við ætlum að vinnahratt og vel í jan-feb – vantar fleiri í vinnuhópinn. Sjá nánar hér

Byggjum betri heim – Stýrihópur um heimsmarkmiðin

Að byggja betri heim er meginmarkmið skátastarfs. Heimsbandalögin WOSM og WAGGGS vinna bæði markvisst að heimsmarkmiðunum ískátastarfi og skátaþing 2018 samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis aðskátafélög væru hvött til að vinna að heimsmarkmiðunum. Fjölmörg atriði ískátastarfi falla að heimsmarkmiðunum og tækifærin til að byggja betri heim erumörg. Til að grípa þessi tækifæri og hvetja skáta á Íslandi til að vinna aðheimsmarkmiðunum í orði og borði hefur stjórn BÍS ákveðið að stofna stýrihóptil tveggja ára. Sjá nánar hér


Alþjóðlegi sjálfboðaliðadagurinn

Í dag er alþjóðlegi sjálfboðaliðadagurinn, dagurinn var fyrst haldinn árið 1985 að frumkvæði félags Sameinuðu þjóðanna. Markmið skátastarfs er að hvetja ungt fólk til að vera virkt í samfélaginu og þegar fjöldinn allur af einstaklingum gefur tíma sinn til þess að svo verði má með sanni segja að þar sé verið að sýna fyrirmynd í verki. Það er einstakt lærdómstækifæri fólgið í því fyrir ungt fólk (á öllum aldri) að gefa tíma sinn og vinnuframlag án þess að fá greitt fyrir það inn á bankabókina, því launin fyrir það að láta gott af sér leiða verða seint metin til fjár.
Það er stöðugt verkefni og áskorun að skapa umhverfi þar sem sjálfboðaliðar fá að njóta sín og vaxa í starfi, það er mjög mikilvægt að veita sjálfboðaliðum skýrar verkefnalýsingar á sama tíma og þeim er veitt frelsi til að ákveða hvað þeir taka sér fyrir hendur.

Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar og takk fyrir ómetanlegt framlag!


Privacy Preference Center