Eftir mikinn undirbúning og marga skipulagsfundi fór galvaskur hópur Árbúa á Færeyska skátamótið Brekkuleguna en hún var síðast haldin árið 1983. Fararhópur Árbúa samanstóð af fimm fararstjórum og 10 þátttakendum drótt- og rekkaskáta á aldrinum 13-17 ára. Ferðin stóð yfir frá 25. júlí til 6. ágúst. Fulltrúar íslenskra skáta á mótinu voru auk Árbúa, hópur af hressum Hraunbúum.

Áður en farið var á mótið ákvað hópurinn að kynnast Færeyskri menningu og upplifa hvernig það er að vera skáti í Færeyjum. Hópurinn gisti því fyrstu tvær næturnar í skátaheimili Mikkjals á Ryggi í Miðvági en næstu fjórar á skátaheimili í Þórshöfn. í Miðvági kynntist hópurinn Færeyskum skátum, fóru í göngur og fengu að smakka Færeyskan mat eins og hval og lax. Í Þórshöfn upplifðu skátarnir Ólafsvöku, þjóðhátíðardag Færeyinga. Dagskrá Ólafsvöku var frá morgni til kvölds m.a. skrúðganga með færeyskum hestum, dansi, söng og árabátakeppni. Auk þess fóru nokkrir skátar og kíktu á setningu Lögþingsins, alþingi Færeyinga. Einnig var farið á Þjóðminjasafn Færeyja og lært um sögu og menningu eyjanna.

Þann 31. júlí var komið að hápunkti ferðarinnar þ.e. sjálft skátamótið, Brekkuleguna sem haldið var í Leirvík á Austurey. Brekkulegan stóð yfir til  5. ágúst og voru um 500 skátar á mótinu frá 10 mismunandi löndum og var þetta stærsta mót Færeysku skátahreyfingar í yfir 40 ár, eða frá því að Brekkulegan var haldin síðast 1983.  Árbúar tóku þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá og m.a.  fóru dróttskátarnir í krefjandi hike tvo daga í röð. Annað var gegnum gil þar sem vaða þurfti gegnum vatn sem náði upp á mitti, hitt var upp á fjall sem veitti fallegt útsýni yfir tjaldsvæðið. Auk gönguferða var boðið upp ýmsa dagskrá t.d. morðgátu, dorg á bryggjunni, valslöngusmíði og flekasmíði. Einnig var menningardagur þar sem íslensku skátarnir kynntu Landsmót 2026 og buðu upp á kjötsúpu og íslenskt nammi.

Þó ferðin væri búinn að vera einstaklega skemmtileg var að lokum komið að því að fara heim. Eftir mikla og erfiða kveðjustund, þar sem skipst var á minjagripum og tengiliða upplýsingum við nýja vini hvaðanæva úr heiminum var farið í rútu með Hraunbúum þann 6. ágúst út á völl og þar var gist síðustu nóttina áður en við flugum heim snemma morguns þann 7. ágúst.

Með skátakveðju,

Daníel Þröstur Pálsson

Privacy Preference Center