1. Viðburðir
  2. Rekkaskátar

Views Navigation

Viðburður Views Navigation

Today

Aðalfundur Úlfljótsvatns

Skátamiðstöðin Hraunbær 123, Reykjavík, Reykjavík, Iceland

Kæru skátar, Aðalfundur Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni (ÚSÚ) verður haldinn þriðjudaginn, 2. apríl 2024 kl. 20:00 í sal Skátamiðstöðvarinnar, Hraunbæ 123. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Léttar veitingar verða í boði.

Skátaþing 2024

Sólheimar Sólheimar, Selfoss, Iceland

Skráningafrestur til 29. mars kl 19:00

Skátaþing 2024 fer fram helgina 5.-7. apríl á Sólheimum í Grímsnesi og á Úlfljótsvatni og er skátafélag Sólheima gestgjafi þingsins.

Þingið hefst með stetningu klukkan 19:00 föstudaginn 5. apríl á Sólheimum og lýkur kl. 13:00 sunnudaginn 7. apríl á Úlfljótsvatni. Aðstaðan á Sólheimum opnar kl. 18:00 á föstudag og frá þeim tíma er hægt að fá þinggögn afhent.

9500isk

Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti 2024 er haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 25. apríl um land allt og skipuleggja skátar glæsileg og stórskemmtileg hátíðarhöld fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Þegar nær dregur kemur ítarlegra yfirlit um þær skemmtanir sem skátarnir standa fyrir.  

Norðurlandaþing í Færeyjum 2024

Færeyjar , Faroe Islands

Skráningafresti lokið

Norðurlandaþingið er hluti af samstarfsvettvangi skátasamtaka á Norðurlöndunum. Markmið samstarfsins er að skapa tækifæri, miðla reynslu og deila menningu á milli landanna. Einnig að geta átt samræður og samstarf um önnur alþjóðleg málefni s.s. þau sem varða WOSM og WAGGGS heimssamtökin. Hægt er að lesa meira hér: https://skatarnir.is/nsk/

Vormót Hraunbúa 2024

Skráningafrestur til 26. apríl

Vormót Hraunbúa 2024 verður haldið Hvítasunnuhelgina 17.- 20. maí. Nánari upplýsingar um staðsetningu, verð og dagskrá koma von bráðar en skráningin mun fara fram á Abler síðu Hraunbúa : https://www.sportabler.com/shop/hraunbuar

Skyndihjálparnámskeið – dagur 1

Skátamiðstöðin Hraunbær 123, Reykjavík, Reykjavík, Iceland

Skráningafrestur til 20. maí

Skyndihjálparnámskeið í umsjón hinnar þaulreyndu Laufeyjar Elísabetar Gissurardóttur sem hefur kennt skyndihjálp í þrjá áratugi, námskeiðið er yfir tvo daga og samanstendur af 12 kennslustundum um ólík atriði í skyndihjálp. Í lok námskeiðs fá þau sem ljúka því skyndihjálparskírteini sem nálgast má rafrænt á vef rauða krossins. Þau sem hafa áður sótt námskeiðið og sækjast eingöngu eftir upprifjun mæta aðeins fyrri daginn og fá þannig skyndihjálparskírteini sín endurnýjuð.

17900kr

Skyndihjálparnámskeið – dagur 2

Skátamiðstöðin Hraunbær 123, Reykjavík, Reykjavík, Iceland

Skráningafrestur til 20. maí

Skyndihjálparnámskeið í umsjón hinnar þaulreyndu Laufeyjar Elísabetar Gissurardóttur sem hefur kennt skyndihjálp í þrjá áratugi, námskeiðið er yfir tvo daga og samanstendur af 12 kennslustundum um ólík atriði í skyndihjálp. Í lok námskeiðs fá þau sem ljúka því skyndihjálparskírteini sem nálgast má rafrænt á vef rauða krossins. Þau sem hafa áður sótt námskeiðið og sækjast eingöngu eftir upprifjun mæta aðeins fyrri daginn og fá þannig skyndihjálparskírteini sín endurnýjuð.

17900kr

Landsmót 2024

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni, Grafningsvegur efri, Selfoss, Iceland

Landsmót skáta snýr aftur Eftir nokkur ár er loksins komið að því að við sameinumst aftur á skátamóti, hittum vini og fjölskyldu og eignumst nýja skátavini á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni vikuna 12.-19. júlí 2024. Hægt er að sjá frekari […]

83000kr

Roverway 2024

Stavanger , Norway

Skráningafresti lokið
Roverway er einn af vinsælustu viðburðum fyrir rekka- og róverskáta og taka um 5000 þátttakendur þátt hverju sinni. Þetta er tilvalið tækifæri til að eignast nýja skátavini eða jafnvel endurnýja kynnin við skáta frá Jamboree eða öðrum alþjóðlegum mótum. Roverway verður haldið í Stavanger, Noregi, dagana 22. júlí – 1. ágúst 2024.