- Viðburðir
- Rekkaskátar
Verndum þau – Námskeiðaáætlun ÆV
Skátamiðstöðin Hraunbær 123, Reykjavík, Reykjavík, Iceland Skráningarfrestur til 4. september
Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum.
Ungt fólk og lýðræði 2024
Reykir Reykir, Hrútafirði, IcelandSkráningarfrestur er 11. september
Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði dagana 20. - 22. september á Reykjum í Hrútafirði.
Yfirskrift ráðstefnunnar er: UNGT FÓLK OG LÝÐHEILSA
Hringborð skátaforingja
Skátamiðstöðin Hraunbær 123, Reykjavík, Reykjavík, IcelandHringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum. Hringborðið er fyrir öll aldursbilin: […]
Ung i Norden
FinnlandSkráningarfrestur er til 20. Ágúst
Ung i Norden er spennandi viðburður, haldinn Í Helsinki í Finnlandi helgina 11. til 13. október 2024. Viðburðurinn er fyrir unga skáta frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Þema viðburðarins er “Friður”. Yfir helgina fá þátttakendur tækifæri til að læra um og ræða frið í skátasamhenginu, í nærumhverfinu og fjær. Þátttakendur munu einnig eignast nýja vini alls staðar frá norðurlöndunum, hversu frábært er það!
Merkjamót Ungmennaráðs
Skátamiðstöðin Hraunbær 123, Reykjavík, Reykjavík, IcelandUngmennaráð kynnir Merkjamót, fyrsta viðburð sem þau hafa haldið af þessu tagi.
Hringborð stjórnarmeðlima
Skátamiðstöðin Hraunbær 123, Reykjavík, Reykjavík, IcelandHringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum. Hringborðið er fyrir alla stjórnarmeðlimi: […]
JOTA/JOTI 2024
Alheimsmót skáta í loftinu og á internetinu, eða JOTA-JOTI eins og það er skammstafað á ensku, er skátamót þar sem skátar frá öllum heimshornum fá tækifæri til að hittast á skátamóti þó þau séu stödd á mismunandi stöðum í heiminum. […]
Afmæli skátastarfs á Íslandi
Skátarnir á Íslandi fagna 112 ára afmæli þann 2. nóvember, en þann dag árið 1912 var fyrsta skátafélagið stofnað, Skátafélag Reykjavíkur ,,Í Fjósinu“ bak við Menntaskólann í Reykjavík.
Samskipti og siðareglur – Námskeiðaáætlun ÆV
KFUM og KFUK Holtavegur 28, Reykjavík, IcelandSiðareglur eru mikilvægur hlekkur í því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna sem taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi og til að tryggja öryggi þeirra, sem og starfsfólks og sjálfboðaliða í starfinu. Æskulýðsvettvangurinn og þau félagasamtök sem saman […]
Neisti 2025
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni, Grafningsvegur efri, Selfoss, IcelandNeisti er námskeið fyrir skáta 16 ára og eldri til að efla fjölbreytta færni í skátastarfi. DAGSKRÁ Dagskráin miðar að því að dýpka þekkingu og færni skátaforingja, auka sjálfstraust í ferðum með skátasveit eða aðra hópa skátastarfs, kveikja á skátagaldrinum […]