- Viðburðir
- Fálkaskátar
JOTA/JOTI 2024
Alheimsmót skáta í loftinu og á internetinu, eða JOTA-JOTI eins og það er skammstafað á ensku, er skátamót þar sem skátar frá öllum heimshornum fá tækifæri til að hittast á skátamóti þó þau séu stödd á mismunandi stöðum í heiminum. […]
Afmæli skátastarfs á Íslandi
Skátarnir á Íslandi fagna 112 ára afmæli þann 2. nóvember, en þann dag árið 1912 var fyrsta skátafélagið stofnað, Skátafélag Reykjavíkur ,,Í Fjósinu“ bak við Menntaskólann í Reykjavík.
Fálkaskátadagurinn 2024
Skátaheimili Landnema Háahlíð 9, Reykjavík, IcelandFálkaskátadagurinn er árlegur viðburður sem haldinn er fyrstu helgina í nóvember. Skátafélög skiptast á að halda daginn þar sem þau bjóða fálkaskátum landsins í heimsókn í sitt hverfi/bæjarfélag þar sem fálkarnir taka þátt í dagskrá og gleðjast saman. Gestgjafar Fálkaskátadagsins […]
Jólaljósaslóði á Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni, Grafningsvegur efri, Selfoss, IcelandVið bjóðum ykkur velkomin á Úlfljótsvatn laugardaginn 14. desember til að fagna aðdraganda jóla, eiga góða og huggulega stund með fjölskyldu, vinum eða skátum, öll eru velkomin. Jólaskógurinn á Úlfljótsvatni geymir lítil ævintýri fyrir unga sem aldna, þar sem við […]
Ungmennaþing 2025
Grunnskólinn í Stykkishólmi Borgarbraut 6, Stykkishólmur, Vesturland, IcelandDagsetning ungmennaþings 2025 er 7.-9. febrúar.
Þankadagurinn 2025
Þankadagurinn eða World Thinking Day er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og senda þakklæti út í heiminn. Haldið hefur verið upp á Þankadaginn á hverju ári síðan 1926. Hugmyndin varð […]
Skátaþing 2025
Tilkynnt síðarSkátaþing 2025 fer fram helgina 4.-6. apríl í Hafnarfirði. Fundarboð með nákvæmari tímasetningum, staðsetningu, dagskrá og verði má vænta í janúar 2025. Skráning opnar í beinu framhaldi.
Sumardagurinn fyrsti 2025
Sumardagurinn fyrsti 2025 er haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 24. apríl um land allt. Hér munu koma upplýsingar um viðburði skáta allstaðar af landinu.
Vormót Hraunbúa
Flugmódelvelli Þyts, Hamranesvöllur Flugmódelvelli Þyts, Hamranesvöllur, IcelandHraunbúar halda sitt árlega Vormót á Hamranesi um Hvítasunnuhelgina að vana. 2025 er afmælisár Hraunbúa sem markar 100 ára samfleytt skátastarf í Hafnarfirði og líklegt að það setji mark á dagskrána. Löng helgi full af vináttu, gleði og ævintýrum. Ekki […]
Fálkaskátamót 2025
Skátaþing í apríl 2024 samþykkti að sumarið 2025 yrðu haldin landsmót fyrir hvert aldursbil á þátttakanda aldri að fyrirmynd þeirra móta sem haldin voru 2018 og 2022. Fálkaskátamótið er 4 daga (3 gistinótta) tjaldbúðarmót sem verður haldið 14.-17. ágúst. Staðsetning […]