Vetrarmót Reykjavíkurskáta verður haldið í sjötta sinn helgina 31. janúar – 2. febrúar 2020 í útivistarparadísinni á Úlfljótsvatni.
Vetrarmótið er fyrir skáta úr skátafélögunum í Reykjavík frá 10 ára aldri
• Þema mótsins eru Ólympíuleikarnir
• Verð – 6.000 kr (5.000 kr. fyrir þá sem skrá sig fyrir 17.janúar)
• Skráningu lýkur þann 26.janúar
Dagskrá verður með svipuðu sniði og síðasta móti; kvöldvaka, klifurturn, hópefli, næturleikur og margt fleira skemmtilegt sem og frábær matur alla helgina.
Mæting er ekki seinna en 19.30 á föstudeginum í Háuhlíð 9 (skátaheimili Landnema). Áætluð heimkoma er 15.00 á sama stað á sunnudeginum.
Skráning er hafin á skatar.felog.is/