Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Spejderman

Um viðburðinn:

Það er komið að því! Bújaa! Kávabánga! Spejderman áskorunin híhaaaaa!

Spejderman áskorunin verður haldin laugardaginn 11. september 2021. Spejdarman áskorunin jafngildir fjórðungi úr Járnkarli, þ.e. 10,5 km hlaupi, 45 km hjóli og 0.965 km sundi. Áskorunin er fyrir elsta ár í dróttskátum, rekkaskáta, róverskáta og eldri skáta.

Mæting er við skátaheimili Ægisbúa að Neshaga 3 kl. 9:15 þann 11. september. Byrjað verður á að hlaupa 10,5 km hring á Seltjarnarnesi sem endar í Ægisbúaheimilinu þar sem hjólin bíða okkar. Þá er hjólaður 45 km hringur sem fer vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið og fram hjá mörgum skátaheimilum. Hjólaleiðin endar í Álftaneslaug þar sem verða syntir 0.965 km. Þátttakendur þurfa að koma með eigin hjól og sundfatnað.

Hér má lesa fróðleik um heilan járnkarl: https://en.wikipedia.org/wiki/Ironman_Triathlon

Þátttökugjald: 1000 kr.

Skráningarfrestur er til 8. september.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
11/09/2021
Tími
09:15 - 16:30
Kostnaður:
1000kr.
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Staðsetning

Skátaheimili Ægisbúa
Neshagi 3
Reykjavík, 107 Iceland
+ Google Map