Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

(Frestað) Opinn fundur um heimsmarkmiðin og skátastarf

Um viðburðinn:

ATH: Vegna samkomubanns verður viðburðinum frestað í hið minnsta fram yfir 15. apríl 2020.

Heimsmarkmiðin eru á allra vörum þessa dagana og eru skátarnir engin undantekning þar. Landsmót Skáta 2020 er með heimsmarkmiðaþema og skátasveitir um land allt vinna nú verkefni tengd heimsmarkmiðunum og eru þannig að byggja betri heim.

Stýrihópur heimsmarkmiða hjá BÍS ætlar því að halda opinn fund þann 2. apríl 2020 kl. 19:00 fyrir alla áhugasama skáta um heimsmarkmiðin! Tilgangur fundarins er fyrst og fremst að fræða hvort annað sem og deila góðum venjum, verkefnum og fleira í tengslum við heimsmarkmiðin. Skátarnir vilja vera leiðandi í heimsmarkmiðunum á Íslandi enda endurspegla þau mikið af gildum og lögum skátahreyfingarinnar.

Fulltrúar úr stýrihópnum munu leiða fundinn og halda smá kynningu á störfum hópsins sem og hvað skátar út um allan heim eru að gera í þessum málum en svo verða umræður sem öllum er velkomið að taka þátt í og deila sinni reynsu eða spyrja spurninga varðandi heimsmarkmiðin. Kaffi og nasl á boðstólnum.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
2. apríl
Tími
19:00 - 21:00
Aldurshópar:
Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar, Fullorðnir

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
www.skatarnir.is