- Þessi event er liðinn
GROW markþjálfun
Um viðburðinn:
Tími og staður
Námskeiðið verður haldið í Hraunbænum miðvikudaginn 9.september kl.18-22. Það verður líka hægt að taka þátt í fjarfundi. Námskeiðið er ætlað þrennuþjálfum, skátum sem starfa á vettvangi BÍS, SSR eða í skátafélögum og sinna hlutverki stuðningsaðila innan skátahreyfingarinnar.
Leiðbeinandi námskeiðsins er Gunnar Jónatansson framkvæmdastjóri og aðalþjálfari IBT á Íslandi.
Markmið
Markmið með námskeiðinu er að þjálfa skáta til að vera betri og markvissari stuðningsaðillar við aðra skátaforingja, og þá sérstaklega þá sem eru að taka fyrstu skrefin í Félagaþrennunni núna í haust. Félagaþrennan snýst um að þrískipta verkefnum hins hefðbundna félagsforingja, í þeim félögum sem það er hægt og þrennuþjálfarnir eru þá að styðja við annað hvort félagsforingja, dagskrárforingja eða sjálfboðaliðaforingja. Það er samt ekki skilyrði fyrir því að taka þátt í námskeiðinu. Námskeiðið nýtist líka í að setja markmið fyrir skátastarf innan félags eða á landsvísu.
Innihald námskeiðs
Markþjálfun fyrir þá sem vilja ná lengra
Hvað viltu? Það þarf ekki að spyrja flókinna spurninga til að fá öfluga niðurstöðu.
Coaching eða markþjálfun snýst um að aðstoða viðskiptavini okkar við að ná fram því besta. Við gerum það með því að spyrja kröftugra spurninga og einbeita okkur að framtíðinni. Það sem er liðið er liðið og því verður ekki breytt. Framundan eru endalaus tækifæri til að vaxa í starfi, bæta sig í hlutverki stjórnanda eða starfsmanns og gera betur, jafnvel miklu betur.
GROW modelið nýtist mjög vel í markþjáfun
G = Goal, Hvað viltu?
R = Reality, Hver er staðan?
O = Option, Hvað getur þú gert?
W = Will, Hversu viljug(ur) ertu?
Allt sem við almennt köllum vandamál, er í raun birtingamynd á markmiði sem ekki hefur verið skilgreint til að hægt sé að fást við það. Markþjálfun snýst að miklu leyti um að finna þetta markmið, styrkja það og gera það að veruleika. Ná settu marki !
Á þessu þriggja stunda námskeiði mun enginn læra Markþjálfun, það tekur öllu lengri tíma. Hins vegar munu þátttakendur fá góða innsýn í hugmyndafræðina og eitt helsta módel sem markþjálfar nota, GROW módelið
Ábyrgðaraðilar og skráning
Verkefnastjórar félagaþrennunnar, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Björk Norðdahl og Brynja Guðjónsdóttir
Athugið að einungis 20 sæti eru í boði og áskilja ábyrgðaraðilar sér rétt til að velja þátttakendur inn á námskeiðið ef þátttaka er næg.
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 09/09/2020
- Tími
-
18:00 - 22:00
- Kostnaður:
- Frítt
- Aldurshópar:
- Eldri skátar
Skipuleggjandi
- Bandalag íslenskra skáta
- Sími:
- 550-9800
- Netfang:
- skatarnir@skatarnir.is
- Vefsíða:
- View Skipuleggjandi Website
Staðsetning
- Skátamiðstöðin
-
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland + Google Map - Sími:
- 5509800
- Vefsíða:
- View Staðsetning Website