Hleð Viðburðir

Landsmót 2024

Um viðburðinn:

Landsmót skáta snýr aftur

Eftir nokkur ár er loksins komið að því að við sameinumst aftur á skátamóti, hittum vini og fjölskyldu og eignumst nýja skátavini á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni vikuna 12.-19. júlí 2024. Hægt er að sjá frekari upplýsingar á heimasíðu Landsmóts Skáta. 

Þema mótsins : Ólíkir heimar

Fyrir langa löngu varð tímamóta uppgötvun í vísindum sem að leiddi í ljós nýjar veraldir allt í kringum okkur. Þessir heimar búa yfir mismunandi eiginleikum sem endurspeglast í fólkinu, Skátar hvers heims hafa því sína styrkleika og búa yfir ákveðni hæfni sem tengist sérkennum þeirra heima: Bergheimur, Jurtaheimur, Vatnaheimur, Eldheimur, Tækniheimur. Fyrir nánari upplýsingar um þemað er hægt að kíkja á skátamóts síðuna hér.

Skráning og verð

83.000 kr kostar fyrir þátttakendur á Landsmót og fer skráningin fram á skraning.skatarnir.is. Skráning opnar 15.október 2023 og lýkur 15. febrúar 2024.

 

Fjölskyldubúðir

Í boði verður fjölskyldubúðir þar sem fjölskyldur geta tjaldað og tekið að hluta til í dagskrá mótsins auk dagskrá fjölskyldubúða. Nánar um fjölskyldubúðir kemur í haust.

 

Fyrir sjálfboðaliða

Til að Landsmót skáta 2024 geti gengið smurt fyrir sig þurfum við sjálfboðaliða (IST) til að aðstoða okkur við hin ýmsu verk á meðan á mótinu stendur. Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu hlutverki þar sem þau hjálpa til við að vinna þau verk sem þarf að gera til að skapa ógleymanlegt skátamót fyrir öll, auk þess sem þetta er skemmtilegt tækifæri til að kynnast fleiri skátum og njóta sumarsins á Úlfljótsvatni. Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg en það þarf til dæmis aðstoð við dagskrá, uppsetningu, kynningarmál og fleira!

Smellið hér til að skrá ykkur sem sjálfboðaliða á Landsmóti 2024

 

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
12. júlí
Endar:
19. júlí
Kostnaður:
83000kr
Aldurshópar:
Drekaskátar, Fálkaskátar, Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar, Fjölskylduskátar
Vefsíða:
https://skatamot.is/

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatarnir@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni
Grafningsvegur efri, Selfoss 801 Iceland
+ Google Map
Sími:
482-2674
Vefsíða:
View Staðsetning Website