Hleð Viðburðir

Landsmót skáta

Um viðburðinn:

Landsmót skáta verður haldið að Hömrum á Akureyri dagana 8. – 14. júlí 2020. Fálkaskátar og eldri koma saman og byggja betri heim með heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna að leiðarljósi. Á landsmóti fáum við tækifæri til að prófa nýja hluti, finna leiðir til að gera heiminn að betri stað, skemmta okkur konunglega og kynnast fólki frá öðrum stöðum á landinu og jafnvel frá öðrum löndum líka.

Þátttakendur geta verið dreka*-, fálka-, drótt- og rekkaskátar fæddir á bilinu 2001 – 2012. Þátttakendur munu upplifa öll þau spennandi og krefjandi ævintýri sem landsmót skáta hefur uppá að bjóða. Skátum frá öllum heimshornum er boðið að koma og taka þátt. Landsmót skáta er almennt haldið á þriggja til fjögurra ára fresti svo þið viljið ekki missa af þessu einstaka tækifæri!

Verð fyrir þátttakendur eru 55.000,- kr. Skráning er hafin á skatar.felog.is og henni lýkur 15. mars 2020. Athugið að þátttakendagjöld þurfa að vera greidd að fullu 1. júní 2020.

Ef þú ert róverskáti eða eldri, ekki örvænta! Komdu og vertu með í starfsmannaliðinu okkar.

*Drekaskátar geta verið þátttakendur ef þeirra skátafélag velur að bjóða upp á það. Ferð með drekaskáta á svona stór mót getur krafist aukinna krafta á vegum félagsins og þess vegna er það undir félögunum komið hvort þeirra drekaskátum sé boðið með sem almennum þátttakendum. Hinsvegar geta allir drekaskátar komið með fjölskyldum sínum í fjölskyldubúðum, tekið þátt í þeirri dagskrá sem fer þar fram og komið í heimsókn á heimsóknardag mótsins.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
8. júlí
Endar:
14. júlí
Kostnaður:
55.000kr
Aldurshópar:
Drekaskátar, Fálkaskátar, Dróttskátar, Rekkaskátar
Vefsíða:
www.skatamot.is

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatar@skatar.is
Vefsíða:
skatarnir.is

Staðsetning

Hamrar
Hamrar
Akureyri, 600 Iceland
+ Google Map
Sími:
461-2264
Vefsíða:
www.hamrar.is