Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Hringborð dróttskátaforingja – Haust 2023

Um viðburðinn:

Hringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum.

Fyrir hver er hringborðið:

Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum sem halda utan um dróttskátastarf. Við viljum bjóða upp á vettvang þar sem skátaforingjarnir geta speglað sig við aðra skátaforingja og aðstoðað hvert annað við að móta dróttskátastarf á Íslandi.

Hvar verður hringborðið:

Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 en þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund geta fylgt hlekk á fundinn með að smella hér.

Skráning á hringborðið:

Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is en það er ekki nauðsynlegt að skrá sig til að mæta.

Hvað verður á dagskrá við hringborðið:

Á hringborðinu munum við sýna fyrsta umbrot af leiðarbókinni að nýja könnuðarmerki dróttskáta og spjalla um hvernig sé hægt að vinna að merkinu með eldri skátum aldursbilsins.

Þá verður líka spjall um nýju stiku- og hæðamerkin út frá reynsluheimi dróttskátaforingja, hvers konar ferðir er hægt að skipuleggja og framkvæma með aldursbilinu og hvernig sé mögulega gott að fara að því.

Gesta erindi verður flutt úr grasrót skátahreyfingarinnar.

Í lokin verða svo opnar umræður, hvað getum við lært af hvert öðru, hvað gerðum við vel á seinasta starfsráði, hvert stefnum við á þessu starfsári, hvaða áskoranir erum við að takast á við á aldursbilinu okkar. Ræðum sérstaklega ferðir, útilegur og annað sem þátttakendur vilja ræða.

Dagskrá hringborðsins er í höndum Starfsráðs sem birtir dagskrá þegar nær dregur, hægt er að senda þeim tillögu að málefnum til að taka fyrir á fundinum með að senda þeim tölvupóst.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
24/09/2023
Tími
20:00 - 22:00
Kostnaður:
Frítt
Aldurshópar:
Eldri skátar, Rekkaskátar, Róverskátar

Skipuleggjandi

Starfsráð BÍS
Sími:
5509800
Netfang:
starfsrad@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website