Hleð Viðburðir

Fálkaskátadagurinn 2021

Um viðburðinn:

Skátafélagið Garðbúar heldur fálkaskátadaginn í ár og bjóða öllum fálkaskátum á Íslandi að koma að heimsækja sig í Elliðárdalinn!

Mæting er klukkan 9:45 við rafveituhúsið í Elliðárdal og dagskráin hefst síðan 10:00 og eru skátafélögin beðin um að vera mætt tímanlega. Dagskráin verður síðan til hádegis en þá tekur við kvöldvaka og dagskránni er slitið aftur um 13:00.

Skátafélögin eru að sjálfsögðu hvött til að byggja stærri dagskrá í kringum viðburðinn fyrir sinn hóp s.s. með því að halda gistikvöld í sínu skátaheimili kvöldið áður. Landsbyggðarfélög sem vilja sækja viðburðinn og vilja gista á Höfuðborgarsvæðinu kvöldið áður er bent á að hafa samband við Skátamiðstöð sem getur aðstoðað þau að finna gistiaðstöðu.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
7. nóvember
Kostnaður:
Frítt
Aldurshópar:
Fálkaskátar

Skipuleggjandi

Garðbúar

Staðsetning

Skátaheimili Garðbúa
Hólmgarður 34
Reykjavík, 108
+ Google Map