Umsókn í fararhóp á Agora 2025?

Hvað er Agora?

Agora er alþjóðlegur viðburður sem róverskátar skipuleggja fyrir aðra róverskáta. Viðburðurinn einkennist af því að efla alþjóðleg tengsl milli þátttakenda þar sem nokkrum fulltrúum frá hverju Evrópulandi er boðið að koma og taka þátt. Megin inntak viðburðarins er að fræðast um og læra um skáta- og róverstarf í öðrum löndum.

Hvar og hvenær?

Í ár verður viðburðurinn haldinn í Tírana í Albaníu dagana 9.-13. apríl

Hver geta sótt um?

Bandalag íslenskra skáta fær 1-2 sæti á Agora 2025. Skátar á aldrinum 16-24 ára sem skráð eru í BÍS geta sótt um að vera þátttakendur frá Íslandi með því að fylla út umsóknareyðublaðið hér neðar.

Þátttakendur þurf að geta tjáð sig um rekka-og róverskátastarf á Íslandi og vera virk, áhugasöm og tilbúin að læra nýjar og mismunandi aðferðir sem nota má í skátastarfi. Mikill kostur er að þátttakendur hafi áhuga á umhverfinu og sjálfbærni. Á viðburðinum er töluð enska og því er mikilvægt að þátttakendur geti tjáð sig og skilið umræður á ensku.

Hvað kostar?

Þátttökugjaldið á Agora 2025 er 225 evrur. Auk þátttökugjalds þurfa þátttakendur að greiða flug og ferðakostnað sjálf.

 

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Agora eða hafa samband við Alþjóðaráð BÍS.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2025 

 

Umsækjandi

Viðburður:

Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 4 files.
Gögn sem gagnast gætu við ákvörðun umsóknar.
Vinsamlegast hakið við allt sem á við

Skilmálar: