Fálkaskátar (10 - 12 ára)

FÁLKASKÁTAR

10 - 12 ÁRA

Kjarkur, hugmyndaflug og samvinna

Aukin tækifæri til ferðalaga og möguleikar í dagskrá víkka sjóndeildarhring fálkaskáta sem öðlast víðtæka kunnáttu fyrir framtíðina.

FINNA SKÁTAFÉLAG

UM STARF FÁLKASKÁTA

Ýmislegt nýtt býðst skátum þegar þau komast á fálkaskátaaldur. Fálkaskátar byrja að taka þátt í ýmsum félagsviðburðum, þau fara í eigin helgarferðir með jafnöldrum í sínu félagi ásamt því að geta í fyrsta sinn tekið þátt í ýmsum landslægum viðburðum eins og fálkaskátadeginum og Landsmóti skáta. Á þessum aldri fá skátarnir meiru ráðið um  eigin dagskrá og geta  mótað dagskráráherslur eftir því hvar þeirra eiginn áhugi liggur en áhersla er lögð á útivist, ferðamennsku, lýðræði, sköpun, samvinnu og samfélag. Fálkaskátar öðlast víðtæka kunnáttu og mæta ögrandi áskorunum sem  styrkja samtímis útsjónarsemi þeirra, kjark og sjálfsöruggi.

VIKULEGIR HITTINGAR FÁLKASKÁTA

Yfir starfsárið hittast fálkaskátarnir vikulega á föstum tímum í skátaheimili síns félags og nágrenni þess, sá hópur myndar skátasveit. Fálkaskátar byrja að starfa í svokölluðum skátaflokkum þar sem 5-8 skátar vinna saman yfir starfsárið og öðlast um leið mikla reynslu í samvinnu og samskiptum. Á þessum aldri er meiri áhersla lögð á að sinna áhugasviði hvers skáta og skátaflokkurinn mótar eigin dagskrá með stuðningi eldri sjálfboðaliða. Skátarnir hafa aðgengi að allskyns tilbúinni dagskrá til að velja úr eða aðlaga eftir eigin höfði en fá einnig tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Fálkaskátasveitin starfar líka oft sem heild eins og þegar stærri dagskrárliðir eru á dagskrá og í undirbúningi ferða. Skátaforingjar fálkaskáta hafa líka áhrif á dagskrána til að skátarnir séu rétt undirbúnir fyrir þær áskoranir sem þau mæta á starfsárinu. Einnig til að tryggja að skátarnir öðlist vissa kunnáttu á fálkaskátaaldri og styðja fálkaskátana til að víkka enn frekar sjóndeildarhringinn.


VIÐBURÐIR Á VEGUM SKÁTAFÉLAGSINS

Innan skátafélagsins fara fálkaskátar í ýmsar ferðir. Þetta geta verið styttri dagsferðir þar sem spennandi útivistamöguleikar í nærumhverfinu eru kannaðir, líkt og í  starfi drekaskáta og lengri útilegur fara að skipa stærri sess í starfi fálkaskáta.

Á fálkaskátaaldri er byrjað að fara í sveitarútilegur víðsvegar um landið þar sem gist er heila helgi í skátaskálum eða tjöldum. Allur háttur er á dagskrá í slíkum ferðum og hún er iðulega stærri og flottari en sú dagskrá sem rúmast á hefðbundnum skátafundum. Dagskráin er breytileg  eftir árstíðum, reynslustigi skátanna og áherslum sveitarinnar. Sveitarútilegur eru vettvangur fyrir fálkaskátana til að kynnast enn betur, þau  skapa sameiginlegar minningar og styrkja liðsanda sveitarinnar.

Fálkaskátar byrja líka að fara í félagsútilegur ásamt skátum á eldri aldursbilum í félaginu. Félagsútilegur eru gjarnan einu sinni á önn og í þeim fá fálkaskátar að upplifa að þau tilheyra stærri hóp skáta og fá innsýn í skátastarf efri aldursbila innan skátafélagsins.

VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS

Á vegum Bandalags íslenskra skáta, landssamtaka skátafélaganna, er árlega haldinn einn viðburður fyrir fálkaskáta. Fálkaskátadagurinn er haldinn í nóvember á hverju ári og er dagsviðburður þar sem fálkaskátar af öllu landinu koma saman og spreyta sig á ólíkum áskorunum. Á hverju ári tekur eitt skátafélag viðburðinn að sér og býður öllum fálkaskátum landsins og því fer viðburðurinn fram á ólíkum stað hverju sinni.


LANDSMÓT SKÁTA

Fálkaskátar eru yngstu skátarnir sem fá að taka þátt í Landsmóti skáta sem fer fram á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára þar sem skátafélög af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá mótsins því jafnan hin glæsilegasta. Næsta Landsmót verður haldið á Hömrum árið 2020.

LANDSMÓT FÁLKASKÁTA

Landsmót fálkaskáta er nokkurra daga skátamót í tjaldbúð þar sem öll dagskrá og umgjörð tekur mið af aldursbili fálkaskáta. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, alltaf tveimur árum eftir Landsmót skáta og því er aldrei langt á milli stórra skátamóta. Næsta Landsmót fálkaskáta verður haldið árið 2022 en staðsetning er óákveðin.

myndir fyrir fjölmiðla - vetrarmyndir


EINKENNI FÁLKASKÁTA

Klútur fálkaskáta er vínrauður og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þeir séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur fálkaskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér fyrstu sjö greinar skátalaganna.

SKÁTALÖG FÁLKASKÁTA

Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús

Aldursmerki fálkaskáta eru þríhyrningslaga og eru saumuð aftan á klútinn. Brún merkisins markar aldur fálkaskátans þar sem brons er fyrir 10 ára, silfur fyrir 11 ára og gull er fyrir 12 ára. Merkin fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent.


FÆRNIMERKI FÁLKASKÁTA

Færnimerkin eru ofin merki sem skátarnir geta unnið sér inn með því að ljúka tilteknum dagskrárgrunni sem liggur að baki hverju merki. Dagskrá færnimerkjanna þekur breitt áhugasvið og eru þess eðlis að einstakir skátar geta unnið að þeim á eigin vegum, í smærri hópum skáta eða með allri skátasveitinni. Á fálkaskátaaldri stækkar úrval þeirra færnimerkja sem skátarnir geta unnið að. Mörg þeirra eru framhald af merkjum sem skátar á drekaskátaaldri geta unnið að en undanfari þeirra merkja sem skátar á dróttskátaaldri geta unnið að.STARF FÁLKASKÁTA

Ýmislegt nýtt býðst skátum þegar þau komast á fálkaskátaaldur. Fálkaskátar byrja að taka þátt í ýmsum félagsviðburðum, þau fara í eigin helgarferðir með jafnöldrum í sínu félagi ásamt því að geta í fyrsta sinn tekið þátt í ýmsum landslægum viðburðum eins og fálkaskátadeginum og Landsmóti skáta. Á þessum aldri fá skátarnir meiru ráðið um  eigin dagskrá og geta  mótað dagskráráherslur eftir því hvar þeirra eiginn áhugi liggur en áhersla er lögð á útivist, ferðamennsku, lýðræði, sköpun, samvinnu og samfélag. Fálkaskátar öðlast víðtæka kunnáttu og mæta ögrandi áskorunum sem  styrkja samtímis útsjónarsemi þeirra, kjark og sjálfsöruggi.

VIKULEGIR HITTINGAR FÁLKASKÁTA

Yfir starfsárið hittast fálkaskátarnir vikulega á föstum tímum í skátaheimili síns félags og nágrenni þess, sá hópur myndar skátasveit. Fálkaskátar byrja að starfa í svokölluðum skátaflokkum þar sem 5-8 skátar vinna saman yfir starfsárið og öðlast um leið mikla reynslu í samvinnu og samskiptum. Á þessum aldri er meiri áhersla lögð á að sinna áhugasviði hvers skáta og skátaflokkurinn mótar eigin dagskrá með stuðningi eldri sjálfboðaliða. Skátarnir hafa aðgengi að allskyns tilbúinni dagskrá til að velja úr eða aðlaga eftir eigin höfði en fá einnig tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Fálkaskátasveitin starfar líka oft sem heild eins og þegar stærri dagskrárliðir eru á dagskrá og í undirbúningi ferða. Skátaforingjar fálkaskáta hafa líka áhrif á dagskrána til að skátarnir séu rétt undirbúnir fyrir þær áskoranir sem þau mæta á starfsárinu. Einnig til að tryggja að skátarnir öðlist vissa kunnáttu á fálkaskátaaldri og styðja fálkaskátana til að víkka enn frekar sjóndeildarhringinn.


VIÐBURÐIR Á VEGUM SKÁTAFÉLAGSINS

Innan skátafélagsins fara fálkaskátar í ýmsar ferðir. Þetta geta verið styttri dagsferðir þar sem spennandi útivistamöguleikar í nærumhverfinu eru kannaðir, líkt og í  starfi drekaskáta og lengri útilegur fara að skipa stærri sess í starfi fálkaskáta.

Á fálkaskátaaldri er byrjað að fara í sveitarútilegur víðsvegar um landið þar sem gist er heila helgi í skátaskálum eða tjöldum. Allur háttur er á dagskrá í slíkum ferðum og hún er iðulega stærri og flottari en sú dagskrá sem rúmast á hefðbundnum skátafundum. Dagskráin er breytileg  eftir árstíðum, reynslustigi skátanna og áherslum sveitarinnar. Sveitarútilegur eru vettvangur fyrir fálkaskátana til að kynnast enn betur, þau  skapa sameiginlegar minningar og styrkja liðsanda sveitarinnar.

Fálkaskátar byrja líka að fara í félagsútilegur ásamt skátum á eldri aldursbilum í félaginu. Félagsútilegur eru gjarnan einu sinni á önn og í þeim fá fálkaskátar að upplifa að þau tilheyra stærri hóp skáta og fá innsýn í skátastarf efri aldursbila innan skátafélagsins.

VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS

Á vegum Bandalags íslenskra skáta, landssamtaka skátafélaganna, er árlega haldinn einn viðburður fyrir fálkaskáta. Fálkaskátadagurinn er haldinn í nóvember á hverju ári og er dagsviðburður þar sem fálkaskátar af öllu landinu koma saman og spreyta sig á ólíkum áskorunum. Á hverju ári tekur eitt skátafélag viðburðinn að sér og býður öllum fálkaskátum landsins og því fer viðburðurinn fram á ólíkum stað hverju sinni.


myndir fyrir fjölmiðla - vetrarmyndir

LANDSMÓT SKÁTA

Fálkaskátar eru yngstu skátarnir sem fá að taka þátt í Landsmóti skáta sem fer fram á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára og eldri þar sem skátafélög af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá mótsins því jafnan hin glæsilegasta. Næsta Landsmót verður haldið á Hömrum árið 2020.

LANDSMÓT FÁLKASKÁTA

Landsmót fálkaskáta er nokkurra daga skátamót í tjaldbúð þar sem öll dagskrá og umgjörð tekur mið af aldursbili fálkaskáta. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, alltaf tveimur árum eftir Landsmót skáta og því er aldrei langt á milli stórra skátamóta. Næsta Landsmót fálkaskáta verður haldið árið 2022 en staðsetning er óákveðin.EINKENNI FÁLKASKÁTA

Klútur fálkaskáta er vínrauður og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þeir séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur fálkaskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér fyrstu sjö greinar skátalaganna.

SKÁTALÖG FÁLKASKÁTA

Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús

Aldursmerki fálkaskáta eru þríhyrningslaga og eru saumuð aftan á klútinn. Brún merkisins markar aldur fálkaskátans þar sem brons er fyrir 10 ára, silfur fyrir 11 ára og gull er fyrir 12 ára. Merkin fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent.


FÆRNIMERKI FÁLKASKÁTA

Færnimerkin eru ofin merki sem skátarnir geta unnið sér inn með því að ljúka tilteknum dagskrárgrunni sem liggur að baki hverju merki. Dagskrá færnimerkjanna þekur breitt áhugasvið og eru þess eðlis að einstakir skátar geta unnið að þeim á eigin vegum, í smærri hópum skáta eða með allri skátasveitinni. Á fálkaskátaaldri stækkar úrval þeirra færnimerkja sem skátarnir geta unnið að. Mörg þeirra eru framhald af merkjum sem skátar  á drekaskátaaldri geta unnið að en undanfari þeirra merkja sem skátar á dróttskátaaldri geta unnið að.Viltu styrkja starfið?

Viltu styrkja starfið?


Allt skátastarf er að nánast öllu leyti keyrt af sjálfboðaliðum. Til þess að geta keyrt vel heppnað og gott skátastarf þarf nóg af fullorðnum sjálfboðaliðum í ýmis verkefni.

Einstaklingar geta komið starfinu á mörgum mismunandi vetvöngum eftir því hvar áhuginn liggur eða þá skuldbindingu sem þau treysta sér í. Til dæmis er hægt bjóða sig fram í ýmis verkefni innan skátafélagsins bæði í beinu starfi með skátunum, með setu í stjórn eða þátttöku í baklandi félagsins þar sem ákveðin verkefni eru tekin fyrir. Einnig er hægt stunda sjálfboðaliðastarf beint fyrir Bandalag íslenskra skáta við mótahald eða önnur tilfallandi verkefni 

Það er ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna fullorðna sjálfboðaliða í þau fjölbreyttu verkefni sem liggja fyrir í starfinu. vinna sem unnin er af hendi sjálfboðaliða er uppistaðan í starfinu okkar og við erum sjálfboðaliðum okkar ævinlega þakklát.

Afhverju að gerast sjálfboðaliði?

Sjálfboðaliðastarfið okkar með ungmennum er mjög gefandi bæði fyrir þau sem sinna því og fyrir ungmennin sem taka þátt í því. Það er einnig mjög skemmtilegt og störfin eru margvísleg, fjölbreytt og spennandi. Sjálfboðaliða starf í skátunum getur kennt fólki ýmislegt og gefið því reynslu sem mun endast út lífið. 

Sjálfboðaliðar fá tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í sínu samfélagi.  

Þegar þú tekur þátt í sjálfboðaliðastarfi þá ertu sinna mikilvægri samfélagsþjónustu, öðlast reynslu, skapa minningar og stofna vinabönd til frambúðar. Tækifærin eru endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart.

Öryggisatriði

Í góðu æskulýðsstarfi verður öryggi barnanna vera í fyrirrúmi. Þess vegna enginn koma starfi barna og ungmenna í skátunum sem beitir ofbeldi eða sýnir óæskilega og ógnandi hegðun. Bandalag íslenskra skáta gerir því kröfur um allir sjálfboðaliðar í skátastarfi, 18 ára og eldri, gefi skriflegt leyfi til kanna sakaskrá viðkomandi. BÍS styðst einnig við siðareglur og viðbragðsáætlun frá Æskulýðsvettvangnum.

Hvernig gerist þú sjálfboðaliði?

Til þess að gerast sjálfboðaliði þarft þú bara að hafa samband á þeim vetvangi sem þú hefur áhuga á að starfa, svo einfalt er það. Það er engin skylda að hafa verið starfandi með skátunum áður til þess að koma að starfinu sem sjálfboðaliði núna. Allir eru velkomnir og það er alltaf þörf á sjálfboðaliðum.

Ef þú vilt bjóða þig fram í sjálfboðastarf í þágu Skátahreyfingarinnar þá eru eftirfarandi nokkrar leiðir til þess: 

Skátafélagið

Innan hvers skátafélags eru ýmis verkefni sem þarf sinna. Til dæmis þarf manna foringjastöður, oft vantar fólk sem er tilbúið sitja í stjórn og sinna verkefnum sem henni berast, vinna fyrir skátafélagið getur líka falið í sér viðhald á skátaheimili eða skála í eigu félagsins. Einnig er hægt skrá sig í bakland eða sjálfboðaliða hóp félagsins þar sem hægt er skrá sig í tilfallandi verkefni eins og vaktir í félagsútilegum, aðstoð í ferðum eða ýmislegt annað sem kann vera á dagskrá félagsins. 

Hafðu samband við skátafélagið sem þú hefur áhuga á starfa með og lýstu yfir áhuga þínum. Þau taka því fagnandi og geta leiðbeint þér með hvar þínir kraftar komast bestum notum. (FINNA SKÁTAFÉLAG) 

Skátamiðstöðvar

Oft eru ýmis verkefni sem þarf vinna hjá útilífsmiðstöðvum okkar og þau geta verið margvísleg og árstíðabundin. Best er hafa samband við staðarhaldara og lýsa yfir áhuga á verkefnum eða vera á “útkallslista”. 

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni (linkur?) 

Hamrar, Útilífsog umhverfismiðstöð skáta á Akureyri (linkur?) 

Bandalag íslenskra skáta

Bandalag íslenskra skáta er oft með ýmsa viðburði á sínum vegum þar sem vantar manna ýmist skipulagsverkefni eða umsjá með dagskrárliðum á viðburðum. Einnig eru mörg tilfallandi verkefni sem þarf sinna og BÍS óskar eftir fólki með hinar ýmsu sérþekkingar á lista svo hægt hafa samband við áhugasama þegar verkefni líta dagsins ljós. (lista upp dæmum?) 


Viltu gerast sjálfboðaliði?

VILTU GERAST SJÁLFBOÐALIÐI?


Skátahreyfingin á Íslandi og um allan heim hefur reitt sig á krafta sjálfboðaliða sem eru reiðubúin til að starfa í þágu æskulýðsstarfs sem stuðlar að valdeflingu ungmenna, alþjóðlegu bræðralagi og bættum heimi. Það er alltaf nóg af verkefnum og öllum velkomið að taka þátt!

Virk útköll eftir sjálfboðaliðum

Nothing found.

VEKJUM ATHYGLI
Á EFTIRTÖLDUM
VERKEFNUM:

Sjálfboðaliða vantar í stjórn skátafélagsins á Ísafirði

Viðhald tengt skátaskálanum í Skorradal

Sjálfboðaliða vantar í félagsstarfið í Grafarvogi

Vinnuhópur um viðhald skátaskálans við Hafravatn


HVERNIG GET ÉG ORÐIÐ AÐ LIÐI?

Einstaklingar geta komið starfinu með ólíkum hætti. Líkt og þátttakendur í skátastarfi hafa sjálfboðaliðar ólíkt áhugasvið og mismikinn tíma að gefa.  Hægt er að gerast sjálfboðaliði innan skátafélags, þar vinna sjálfboðaliðar beint með ungu skátunum og styðja þau í þeirra starfi, stjórn skátafélaganna er skipuð sjálfboðaliðum sem sinna umgjörð starfsins og síðan eru sjálfboðaliðar í baklandi skátafélagsins sem sinna allskyns minni verkefnum fyrir stjórnina og þátttakendurnar þegar þess er þörf. Einnig er hægt gerast sjálfboðaliði hjá Bandalagi íslenskra skáta, landssamtökum skáta á Íslandi. En þar sinna sjálfboðaliðar viðburðarhaldi, nefndarstörfum, dagskrárþróun, þjálfunum og ýmis spennandi verkefnum í þágu skáta á landsvísu.

Það er dýrmætt fyrir skátahreyfinguna fullorðna sjálfboðaliða til liðs við sig að sinna fjölbreyttum verkefnum skátastarfsins. vinna sem unnin er af hendi sjálfboðaliða er undirstaða starfsins okkar, við erum því afskaplega stolt af þeim og alltaf opin fyrir nýjum sjálfboðaliðum


Afhverju að gerast sjálfboðaliði?

Skátastarf er afskaplega gefandi bæði fyrir sjálfboðaliðana sem sinna því og fyrir ungmennin sem taka þátt í því. Störf innan skátananna eru skemmtileg, fjölbreytt og spennandi. Í sjálfboðaliðastarfi hjá skátunum hjálpar þú ekki bara öðrum að öðlast ótrúlegar upplifanir heldur upplifir það fyrir sjálft þig. Þér gefst færi að kynnast fjölbreyttum hópi fólks og ungmenna ásamt öðlast reynslu og kunnáttu sem mun nýtast þér um ókomna tíð. 

Sjálfboðaliðar fá tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í sínu samfélagi og nærumhverfi og hvetja aðra til að fylgja því fordæmi. Tækifærin eru endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart. 

Öryggisatriði

Í góðu æskulýðsstarfi verður öryggi barnanna vera í fyrirrúmi. Skátarnir tilheyra Æskulýðsvettvangnum sem hefur skýra stefnu gegn einelti og ofbeldi í allri sinni mynd. Skátarnir fylgja líka siðareglum og vibragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins. Bandalag íslenskra skáta fylgir 10. grein Æskulýðslaga og gerir því kröfur um allir sjálfboðaliðar í skátastarfi, 18 ára og eldri, gefi BÍS skriflegt leyfi til að ganga úr skugga um að sjálfboðaliðar hafi ekki hlotið refsidóm fyrir kynferðisbrot


Hvernig gerist þú sjálfboðaliði?

Til þess að gerast sjálfboðaliði þarft þú bara að hafa samband á þeim vettvangi sem þú hefur áhuga á að starfa. Það er engin skylda að hafa verið starfandi með skátunum áður til þess að koma að starfinu sem sjálfboðaliði núna. Allir eru velkomnir og það er alltaf þörf á sjálfboðaliðum.

Ef þú vilt bjóða þig fram í sjálfboðastarf í þágu Skátahreyfingarinnar þá eru hér eftirfarandi nokkrar leiðir til þess: 


Skátafélagið

Innan hvers skátafélags eru ýmis verkefni sem þarf sinna. Sem dæmi þarf manna foringjastöður, oft vantar fólk sem er tilbúið til sitja í stjórn og sinna þeim verkefnum sem henni berast, og hjálpa til með viðhald á skátaheimili eða skála í eigu skátafélagsins. Auk þess er hægt að skrá sig í bakland skátafélags þar sem hægt er að skrá sig í tilfallandi verkefni eins og vaktir í félagsútilegum, aðstoð í ferðum auk ýmissa fjölbreyttra verkefna sem kunna að vera á dagskrá félagsins.

Hafðu samband við skátafélagið sem þú hefur áhuga á starfa með og lýstu yfir áhuga þínum. Þau taka því fagnandi og geta leiðbeint þér með hvar þínir kraftar komast bestum notum. 

FINNA SKÁTAFÉLAG

Skátamiðstöðvar

Ýmis verkefni á útilífsmiðstöðvum okkar eru unnin af frábærum hópi sjálfboðaliða sem sífellt bætir við sig. Best er fyrir áhugasama um að hafa samband við staðarhaldara til að lýsa yfir áhuga á verkefnum eða til að setja nafn sitt á útkallslista þegar sjálfboðaliða er þörf.

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni

Útilífsmiðstöð skáta býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla. Þar er tjaldsvæði og gistiheimili rekið yfir sumartíman og tekið á móti skólahópum og fyrirtækjum. Allskyns skátahópar eru tíðir gestir á Úlfljótsvatni allan hring. Til að fræðast um Úlfljótsvatn má skoða heimasíðu þeirra www.ulfljotsvatn.is og hægt er að ræða við sjálfboðaliðastörf á svæðinu við staðhaldara á netfanginu ulfljotsvatn@ulfljotsvatn.is

Hamrar, Útilífsog umhverfismiðstöð skáta á Akureyri

Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Til að fræðast um Hamra má skoða heimasíðu þeirra www.hamrar.is og hægt er að ræða við sjálfboðaliðastörf á svæðinu við staðhaldara á netfanginu hamrar@hamrar.is


Bandalag íslenskra skáta

Bandalag íslenskra skáta er oft með ýmsa viðburði á sínum vegum þar sem sjálboðaliðar koma inn í ýmist skipulagsverkefni eða í umsjá með ákveðnum dagskrárliðum. Auk þess eru mörg tilfallandi verkefni sem þarf sinna og óskar BÍS eftir fólki með hinar ýmsu sérþekkingar á lista svo hægt hafa samband við áhugasama þegar verkefni líta dagsins ljós

Áhugasamir geta haft samband í síma 550 9800 eða með því að senda tölvupóst á skatarnir@skatarnir.isHVERNIG GET ÉG ORÐIÐ AÐ LIÐI?

Einstaklingar geta komið starfinu á mörgum mismunandi vettvöngum eftir því hvar áhuginn liggur eða hvaða skuldbindingu sjálfboðaliðar geta boðið upp á.  Hægt er að bjóða sig fram í hin ýmsu verkefni innan skátafélagsins bæði með beinu starfi með skátunum, með setu í stjórn skátafélagsins eða með þátttöku í baklandi skátafélagsins þar sem ákveðin verkefni eru tekin fyrir. Einnig er hægt stunda sjálfboðaliðastarf beint fyrir Bandalag íslenskra skáta við viðburðarhald, eins og skátamót, eða önnur tilfallandi verkefni 

Það er ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna fullorðna sjálfboðaliða í þau fjölbreyttu verkefni sem liggja fyrir í starfinu. vinna sem unnin er af hendi sjálfboðaliða er uppistaðan í starfinu okkar og við erum sjálfboðaliðum okkar ævinlega þakklát.


Afhverju að gerast sjálfboðaliði?

Sjálfboðaliðastarfið okkar með ungmennum er mjög gefandi bæði fyrir þau sem sinna því og fyrir ungmennin sem taka þátt í því. Það er mjög skemmtilegt og störfin eru margvísleg, fjölbreytt og spennandi. Sjálfboðaliðastarf í skátunum getur kennt fólki ýmislegt og gefið reynslu sem mun endast út lífið. 

Sjálfboðaliðar fá tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í sínu samfélagi auk þess sem tengslanet styrkist, skemmtilegar minningar verða til og þau öðlast aukna reynslu. Tækifærin eru endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart. 

Öryggisatriði

Í góðu æskulýðsstarfi verður öryggi barnanna vera í fyrirrúmi. Þess vegna enginn koma starfi barna og ungmenna í skátunum sem beitir ofbeldi eða sýnir óæskilega og ógnandi hegðun. Bandalag íslenskra skáta gerir því kröfur um allir sjálfboðaliðar í skátastarfi, 18 ára og eldri, gefi skriflegt leyfi til kanna sakaskrá viðkomandi. BÍS styðst einnig við siðareglur og viðbragðsáætlun frá Æskulýðsvettvangnum.


Hvernig gerist þú sjálfboðaliði?

Til þess að gerast sjálfboðaliði þarft þú bara að hafa samband á þeim vettvangi sem þú hefur áhuga á að starfa. Það er engin skylda að hafa verið starfandi með skátunum áður til þess að koma að starfinu sem sjálfboðaliði núna. Allir eru velkomnir og það er alltaf þörf á sjálfboðaliðum.

Ef þú vilt bjóða þig fram í sjálfboðastarf í þágu Skátahreyfingarinnar þá eru hér eftirfarandi nokkrar leiðir til þess: 

Skátafélagið

Innan hvers skátafélags eru ýmis verkefni sem þarf sinna. Sem dæmi þarf manna foringjastöður, oft vantar fólk sem er tilbúið til sitja í stjórn og sinna þeim verkefnum sem henni berast, og hjálpa til með viðhald á skátaheimili eða skála í eigu skátafélagsins. Auk þess er hægt að skrá sig í bakland skátafélags þar sem hægt er að skrá sig í tilfallandi verkefni eins og vaktir í félagsútilegum, aðstoð í ferðum auk ýmissa fjölbreyttra verkefna sem kunna að vera á dagskrá félagsins.

Hafðu samband við skátafélagið sem þú hefur áhuga á starfa með og lýstu yfir áhuga þínum. Þau taka því fagnandi og geta leiðbeint þér með hvar þínir kraftar komast bestum notum. 

FINNA SKÁTAFÉLAG

Skátamiðstöðvar

Oft eru ýmis verkefni sem þarf vinna hjá útilífsmiðstöðvum okkar og þau geta verið margvísleg og árstíðabundin. Best er hafa samband við staðarhaldara og lýsa yfir áhuga á verkefnum eða vera á “útkallslista”. 

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni

Útilífsmiðstöð skáta býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla; tjaldsvæði, gistiheimili, skólabúðir, hópefli o.fl. Frekari upplýsinga má finna inná heimasíðu þeirra eða með því að senda tölvupóst:

www.ulfljotsvatn.is

ulfljotsvatn@ulfljotsvatn.is

Hamrar, Útilífsog umhverfismiðstöð skáta á Akureyri

Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Frekari upplýsinga má finna inná heimsíðu þeirra eða með því að senda tölvupóst:

www.hamrar.is

hamrar@hamrar.is

Bandalag íslenskra skáta

Bandalag íslenskra skáta er oft með ýmsa viðburði á sínum vegum þar sem sjálboðaliðar koma inn í ýmist skipulagsverkefni eða í umsjá með ákveðnum dagskrárliðum. Auk þess eru mörg tilfallandi verkefni sem þarf sinna og óskar BÍS eftir fólki með hinar ýmsu sérþekkingar á lista svo hægt hafa samband við áhugasama þegar verkefni líta dagsins ljós

Áhugasamir geta haft samband í síma 550 9800 eða með því að senda tölvupóst á skatarnir@skatarnir.isForsíða

VILTU TAKA ÞÁTT ?

Skátarnir eru alþjóðleg æskulýðshreyfing sem vinnur að valdeflingu ungmenna í þeim tilgangi að virkja þau til jákvæðra áhrifa í sínu samfélagi og til þátttöku í að bæta þann heim sem við búum í. Skátarnir eru gefandi bæði fyrir ungt fólk og fullorðna sjálfboðaliða sem sinna starfinu með því. Í skátastarfi öðlast þú ekki eingöngu reynslu, kunnáttu og minningar heldur er félagsskapurinn líka frábær, tækifærin endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart.

HREFNUSKÁTAR

5 - 6 ÁRA


FJÖLSKYLDUSKÁTAR

4 - 6 ÁRA OG FORRÁÐAFÓLK


DREKASKÁTAR

7 - 9 ÁRA


FÁLKASKÁTAR

10 - 12 ÁRA


DRÓTTSKÁTAR

13 - 15 ÁRAREKKASKÁTAR

16 - 18 ÁRA


RÓVERSKÁTAR

19 - 25 ÁRA


FULLORÐNIR

26 ÁRA OG ELDRIDREKASKÁTAR

7-9 ára

FÁLKASKÁTAR

10-12 ára

DRÓTTSKÁTAR

13-15 ára

REKKASKÁTAR

16-18 ára

RÓVERSKÁTAR

19-25 ára

FULLORÐNIR

26 ára og eldri

GERAST SJÁLFBOÐALIÐI

FINNA SKÁTAFÉLAG

STYRKJA SKÁTANA