fararstjórar


Nytsamlegar upplýsingar


Fararstjórafundir á landsmóti

Fararstjórafundur 12. júlí kl 18:00 í Gilwell skálanum.

Fararstjórafundir 13. – 18. júlí kl 10:00 í Gilwell skálanum.


Dagskrá

ÍTARLEG DAGSKRÁ

Villtu fá alla dagskrárliði beint í dagatalið í símanum?

Skannaðu kóðann eða fylgdu slóðinni.


Sameiginlegur búnaður

Félagið þarf að taka með sér sameiginlegan búnað fyrir tjaldbúð félagsins og er gott að gera nákvæman lista yfir það sem þarf að hafa með. Þá þarf einnig að huga að því að ferja búnaðinn á mótssvæðið en hægt er að koma 11. júlí með búnaðinn. Vinsamlegast sendið póst á Kolbrúnu til að láta vita með áætlaðan komutíma.

Hér er listi yfir hluti sem algengt er að félög taki með í sameiginlegum búnað:

  • Tjöld fyrir þátttakendur
  • Matartjald
  • Eldunarbúnaður
  • Eldvarnarbúnaður
  • Einkenni félagsins
  • Trönur
  • Skyndihjálparbúnaður og brunavarnir (mildison, ofnæmistöflur, aftersun ofl.)
  • Afþreying fyrir þátttakendur (s.s. vinabönd, spil, syrpur)


Aðkoma sjálfboðaliða/foreldra

Gjarnan óska félög eftir því að fá inn auka sjálfboðaliða, sem eru oftast aðstandendur þátttakenda eða gamlir skátar, til að aðstoða með verkefni í tjaldbúðinni á mótinu. Algeng verkefni til að fá aðstoð með er til dæmis uppsetning tjaldbúðarinnar, matseld, kvöldkaffi og kyrrð eða frágang.

Það er sjálfsagt að fá aðstoð þessara aðila og fögnum við öllum sem leggja landsmóti skáta lið. Foreldrar eða aðrir sjálfboðaliðar þurfa að vera skráð hjá okkur og eiga félög að skila inn lista með nöfnum og sakavottorðsheimildum á skatarnir@skatarnir.is fyrir 10. júlí.


Heilsufarsskýrslur

Mikilvægt er að allir þátttakendur skili inn heilsufarsskýrslu til síns félags, þar sem fram koma helstu sjúkdómar, ofnæmi og annað sem gæti talist mikilvægt. Einnig þarf að koma fram hverjir nánustu aðstandendur viðkomandi eru ef neyðartilvik kæmi upp.

Mjög mikilvægt er að muna að þetta eru persónuupplýsingar og þarf að gæta þeirra vel. Félögum er skylt að hafa einn heilsufarsfulltrúa sem gætir að skýrslunum og er fyrsti tengiliður við aðstandendur ef svo ber undir.

Þessum skýrslum á ekki að skila inn til BÍS heldur til heilsufarsfulltrúa hvers félags.

Minnum á að félagið taki ofnæmistöflur og mildison til að geta meðhöndlað bit.


Fjölskyldubúðir

Vilja foreldrar/fjölskyldur þinna skáta taka þátt í fjölskyldubúðum og mynda þar saman tjaldbúð?

Til að taka frá pláss þarf fararstjóri félagsins að senda tölvupóst á Viljurnar.

meira um fjölskyldubúðir

Skráning foringja

Foringjar á mótið eiga að vera skráð í Sportabler og þarf að ganga frá því fyrir 8. júlí. Ef foringjar eru að koma hluta mótsins þarf að taka það fram í athugasemd við skráningu. 

Skráningarhlekkur