Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Verndum þau – Netnámskeið

Um viðburðinn:

Það er mikilvægt fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Það felst meðal annars í því að geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað gegn börnum eða ungmennum og vita hvernig bregðast eigi við ef slík mál koma upp.

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau fyrir þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn og aðra áhugasama. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum

Á námskeiðinu er m.a farið yfir:

· Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum.

· Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar.

· Hvernig taka skuli á móti ofbeldisfrásögn.

· Reglur í samskiptum við börn og ungmenni.

· Ýmis atriði sem gott er fyrir vinnuveitendur að hafa í huga.

· Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og ungmenni sem eru þolendur ofbeldis.

Höfundar bókarinnar, Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur, sjá um kennslu á námskeiðinu. Báðar starfa þær í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.

Æskulýðsvettvangurinn hefur ákveðið, í ljósi stöðunnar í samfélaginu, að bjóða upp á námskeiðið í gegnum netið þessa önnina. Námskeiðið verður haldið þann 1. október 2020 og hefst kl. 17. Gert er ráð fyrir því að námskeiðið taki rúma tvo tíma.

Mikilvægt er að þau sem ætla að mæta á námskeiðið skrái sig eigi síðar en 30. september n.k. Takmarkað magn af sætum er í boði. Þátttakendur fá senda slóð á námskeiðið í tölvupósti þann dag sem námskeiðið fer fram.

Vinsamlegast athugið að einungis verður um eitt námskeið að ræða haustið 2020.

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
01/10/2020
Tími
17:00 - 19:30
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Staðsetning

Á netinu