Vegna hættuástands gróðurelda á Höfuðborgarsvæðinu er ekki hægt að vera með námskeið í útieldun að þessu sinni.
27. maí ætlum við að halda viðburð þar sem áhersla verður lögð á útieldun. Þar verður ýtt undir sjálfstæði einstaklingsins. Á viðburðinum verður hægt að velja um ýmsa möguleika í eldamennsku; eins og lasagna, baka köku, poppa og hið sívinsæla skáta hæk brauð með pylsum.
Viðburðurinn verður á milli klukkan 18:00-21:00 í skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði.
Þessi viðburður er styrktur af erasmus+ og eurodesk ísland.