Hleð Viðburðir

Norðurlandaþing í Færeyjum 2024

Um viðburðinn:

Norðurlandaþing í Færeyjum, erum við að leita að þér?

Hefur þú einhvern tímann hugsað:

  • Væri ekki sniðugt ef Norðurlöndin myndu skipuleggja skátaviðburði saman?
  • Hvað spennandi er framundan hjá skátunum í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finlandi og Færeyjum?
  • Væri ekki gaman að halda góðum tengslum við skátana í Norðurlöndunum!

Ef svo er þá ættir þú  að sækja um að mæta fyrir íslands hönd á Norðurlandaþingið í Færeyjum!

Norðurlandaþingið er hluti af samstarfsvettvangi skátasamtaka á Norðurlöndunum. Markmið samstarfsins er að skapa tækifæri, miðla reynslu og deila menningu á milli landanna. Einnig að geta átt samræður og samstarf um önnur alþjóðleg málefni s.s. þau sem varða WOSM og WAGGGS heimssamtökin. Hægt er að lesa meira hér: https://skatarnir.is/nsk/

Norðurlandaþingið er haldið í Þórshöfn í Færeyjum dagana 9. – 12. Maí. Þingið inniheldur smiðjur, fyrirlestra og skemmtidagskrá. Þemað er “Breyttir tímar”!

Þátttökugjaldið fyrir þingið er 110.000kr og inniheldur mat, gistingu á hóteli og dagskrá. Þeir sem sækja um þurfa einnig að standa undir ferðakostnaði. Íslenski fararhópurinn mun sækja um ferðastyrk og ef hann fæst þá lækkar fluggjaldið um 20.000kr.

Athugið að þátttakendur 25 ára og yngri þurfa einungis að greiða helming þátttökugjalds og flugkostnaðar. Þátttakendur þurfa að lágmarki að vera 16 ára. Umsækjendur skuldbinda sig til að taka þátt í undirbúningsdegi vegna þingsins 13. apríl 2024.

Umsóknarfrestur er til 7.1.2023

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
9. maí @ 08:00
Endar:
12. maí @ 17:00
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Staðsetning

Færeyjar
Faroe Islands + Google Map